fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Auður gefur út stuttmyndina Afsakanir

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. febrúar 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á skömmum ferli hefur tónlistarmaðurinn Auður fengið verðlaun sem Bjartasta vonin, hitað upp fyrir Post Malone, farið á tónleikaferðalag um Evrópu, komið fram á The  Great Escape, Way Out West og víðar ásamt því að vinna að lagasmiðum J-Pop artista í Tókýó.

Í lok síðasta árs gaf hann óvænt út plötuna AFSAKANIR sem hefur þegar unnið til Kraumsverðlauna sem ein af plötum ársins. Nú frumsýnir hann fyrir almenningi samnefnda stuttmynd sem gerð var í samstarfi við Sjónvarp Símans. Þar kemur Auður til dyranna eins og hann er klæddur í Reykjavík samtímans. Ástarsorg, andlegir erfiðleikar og átök eru vafin inn í einlæga og metnaðargjarna myndræna túlkun á plötunni. Myndin einkennist af löngum og fallegum skotum sem gera það að verkum að áhorfandinn upplifir sig algjörlega inn í atburðarás og tilfinningalegt ferðalag myndarinnar. Auk hans koma fram þekkt andlit af yngri kynslóð tónlistarmanna á borð við Birni, GDRN, Flóna og GKR í myndinni.

Myndin er nú aðgengileg á VEVO rás listamannsins.

Þrátt fyrir mikla spilun, umtal og umfjöllun hefur Auður dregið sig í hlé og ekki veitt nein viðtöl í kjölfar plötunnar heldur látið verkin standa sjálf.

Myndin er í leikstjórn Erlends Sveinssonar, unnin í samstarfi við NRDR – Norður, Símann, Sony Music Denmark, Red Bull, 66Norður, Víking Brugghús og Iceland Sync Management.

Fylgjast má með Auði á heimasíðu hans, Facebook, Instagram, Twitter og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“