fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Hrafnhildur flýgur frá Amsterdam til að syngja á Airwaves:

Íris Hauksdóttir
Föstudaginn 8. nóvember 2019 17:30

Hrafnhildur Magnea. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir er ört stækkandi nafn innan tónlistargeirans en hún kemur fram undir listanafninu Raven. Hrafnhildur gaf nýverið út lagið „Hjartað tók kipp“ en lagið tók tvö ár að verða til.

„Ég samdi lagið upphaflega á kassagítar en tilurð textans var frekar áreynslulaus og fljótleg. Síðasta sumar tókum við síðan upp grunninn að laginu og höfum verið að dunda við það í dágóðan tíma. Ég er með úrvalslið með mér að vinna að tónlistinni minni og er ótrúlega þakklát fyrir þau öll. Viðtökurnar hafa verið vonum framar, ég hef í rauninni aldrei fengið jafn mikið af skilaboðum og deilingum en mér finnst líklegt að lagið nái til margra útaf íslenska textanum. Það er æðislegt þar sem þetta er fyrsti textinn sem ég hef samið á íslensku. Ég er ótrúlega ánægð og þakklát öllum sem eru að hlusta og taka sér tíma til þess að senda mér skilaboð eða deila laginu áfram.”

Amsterdam og Airwaves
Hrafnhildur sem er rúmlega tvítug er alin upp í Laugardalnum og hefur að eigin sögn sungið frá því hún man eftir sér.

„Ég var alin upp við það að hlusta á alls kyns tónlist og uppáhalds tónlistarfólk föður míns er eiginlega mitt uppáhalds tónlistarfólk líka. Þar má nefna Stevie Wonder, Paul Simon og fleiri. Ég hef alltaf verið með hugann við sönginn. Í grunnskóla var ég heppin með kennara sem hvöttu mig til að syngja og ég fékk mörg tækifæri til að koma fram í skólanum. Þar var einnig lítið upptökustúdíó sem við krakkarnir fengum stundum not af.

Ég vissi alltaf að draumurinn væri að geta starfað alfarið við tónlist. Þegar ég byrjaði síðan að semja mína eigin tónlist fann ég að ég mig langaði alls ekki að gera neitt annað. Ég fór í FÍH og lærði jazzsöng í þrjú ár og útskrifaðist þaðan síðastliðið vor. Núna er ég í Bachelor námi í Conservatorium van Amsterdam og legg stund á jazzsöng. Ég er enn að kynnast náminu og aðlaga mig lífinu í Amsterdam og sinna samhliða minni eigin tónlist. Þó þetta tengist er þetta samt tvennt ólíkt en það er skemmtilegt að vera á þessu stigi í lífinu að geta einbeitt sér að tónlistinni. Ég efni á að klára Ep-plötuna mína í náinni framtíð og ég er ótrúlega spennt að fylgjast með henni verða til,” segir Hrafnhildur sem er einmitt stödd hér á landi til að taka þátt í tónlistarhátíðinni Airwaves sem fer fram um helgina.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í Airwaves gleðinni og verð með nokkur gigg hér og þar. Ég stefni á að búa í Amsterdam í að lágmarki fjögur ár enda stendur námið yfir í þann tíma. Planið verður þó alltaf að hafa annan fótinn hér á Íslandi líka, það er ekki annað hægt.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“