fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Sólrún Diego skorar á Neytendastofu: „Hér er enginn hörundsár eða ósáttur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Sólrún Diego tjáir sig um ákvörðun Neytendastofu að hún hafi gerst brotleg við lög með duldum auglýsingum á samfélagsmiðlum. Hún gerði það í Instagram Story í gær.

Sjá einnig: Sólrún Diego braut lög – Segir Neytendastofu leiksopp í höndum óvina sinna

Sólrún segir að henni hafi fundist hún knúin að „árétta nokkra hluti.“

„Ég tel mig alla jafnan starfa af heillindum í því sem ég geri legg mig fram við að merkja mitt efni eftir því sem lög segja til um. Í því tilfelli sem um ræðir urðu mér á mistök sem ég og viðurkenni í svari mínu til Neytendastofu. Þar hefði ég getað látið kyrrt liggja en þess í stað kaus ég að reyna að afla upplýsinga um hvernig starfi þeirra væri háttað, hver þeirra stefna væri í þessum málum og hvert stefnan væri tekin,“ segir Sólrún og bætir við að henni svíði mikið að sjá aðra áhrifavalda komast upp með duldar auglýsingar.

„Þetta stendur mér mjög nærri og svíður mikið að horfa upp á aðra sem starfa á sama sviði og aldrei gera grein fyrir þegar um samstörf er að ræða. Minn metnaður liggur í því að skýra þessa hluti, vera partur af þróun og uppbyggingu í nýrri ört vaxandi „atvinnugrein.“ Mér þykir því mikilvægt að vekja hjá eftirlitsstofnunum eins og Neytendastofu athygli á að hér sé hópur fólks sem hefur þetta að atvinnu og vill starfa að heillindum og séu tilbúnir að vinna með þeim í því að búa til skýrleika og auka skilvirkni í eftirliti. Mestur skýrleiki fæst með opnu samtali beggja aðila og þessvegna vil ég skora á Neytendastofu að opna á umræður, kalla til okkar sem störfum í greininni og eiga samtal ekki einungis til að upplýsa heldur einnig til að draga lærdóm af,“ segir Sólrún og neitar fyrir það að vera hörundsár.

„P.s. hér er enginn hörundsár eða ósáttur. Ég lifi eftir ákveðnum gildum og ein af þeim eru að einungis umkringja mig með fólki sem skilar einhverju jákvæðu til mín. Það þýðir ekki að ég sé yfir gagnrýni hafin eða geti ekki tekið henni heldur reyni ég að gefa frá mér eins mikið af jákvæðri orku og ég mögulega get en ég get það ekki öðruvísi en að reyna eftir besta megni að halda því neikvæða úti.“

Duldar auglýsingar bannaðar með lögum

Á vef Neytendastofu er að finna leiðbeiningar um auðþekkjanlegar auglýsingar í fjölmiðlum, á vefsíðum og samfélagsmiðlum. Í leiðbeiningunum er vísað í lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Í sjöttu grein laganna stendur skýrt að duldar auglýsingar séu bannaðar: „Auglýsingar skulu þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða.“

Þá stendur í leiðbeiningum Neytendastofu að auglýsing sé í stuttu máli „hvers konar tilkynning sem er miðlað gegn endurgjaldi og felur í sér kynningu á ímynd, vöru eða þjónustu.“ Þetta endurgjald getur verið bæði í formi peninga og gjafa. Þá gilda lög um viðskiptahætti og markaðssetningu um alla atvinnustarfsemi, „án tillits til þess hvort um einstaklinga eða fyrirtæki er að ræða, óháð formi eignarhalds og án tillits til þeirrar vöru, þjónustu eða réttinda sem sýslað er með gegn endurgjaldi.“ Með hliðsjón af leiðbeiningum og lögum segir Þórunn að lykilatriði sé að auglýsingar séu vel merktar sem slíkar.

„Grundvallarreglan er að það fari ekki á milli mála að um auglýsingu er að ræða. Í leiðbeiningunum er ekki fjallað um hvaða punktastærð, letur eða lit eigi að nota til merkingar því það fer eftir miðlinum sem notaður er. Það myndi til dæmis væntanlega ekki vera nægilega vel merkt að hafa merkinguna innan um aðrar upplýsingar eða í hvítu letri á hvítum bakgrunni. Þetta þarf að vera skýr og skilmerkileg merking sem neytandinn sér áður en hann les eða horfir á færsluna svo hann sé meðvitaður um að um auglýsingu sé að ræða.“

Skatturinn skoðar áhrifavalda

Ríkisskattstjóri hefur sent áhrifavöldum og fyrirtækjum sem stunda viðskipti við þá bréf þess efnis að skattskil áhrifavalda hafi verið tekin til sérstakrar skoðunar. Viðskiptablaðið greindi frá þessu fyrir stuttu. Þar segir að bréfið sé sent vegna tekjuársins 2018 en ekki liggur fyrir hversu stór hópur er tekinn til skoðunar.

„Það hefur ekkert komið til okkar. Ef svör einstaklinga við fyrirspurnum RSK eru á þann veg að grunur vakni um refsiverð brot er metið hvort mál séu send til okkar. Sé það niðurstaðan tökum við við þeim og hefjum rannsókn sem felur í sér umfangsmeiri meðferð. Vaninn er að í slíkum rannsóknum séu fleiri gjaldár tekin til skoðunar,“ hefur Viðskiptablaðið eftir Bryndís Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra.

Í fréttinni er minnt á að ríkisskattstjóri hafi í byrjun árs sent frá sér leiðbeiningar vegna skattskila áhrifavalda. Þar kom meðal annars fram að þeim bæri að skila upplýsingum um greiðslur til þeirra í janúar ár hvert. Allar tekjur væru skattskyldar, peningagreiðslur eða greiðslur í öðru formi, til dæmis með vörum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar