fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Fókus

Sólrún Diego braut lög – Segir Neytendastofu leiksopp í höndum óvina sinna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldarnir Sólrún Diego og Tinna Alavis brutu lög með duldum auglýsingum á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Þar kemur fram að færslur þeirra um vörur og þjónustu tveggja fyrirtækja þóttu ekki gefa nógu vel til kynna að þær hafi verið settar fram í viðskiptalegum tilgangi.

„Neytendastofu bárust ábendingar vegna færslna á Instagram síðu tveggja áhrifavalda þar sem fjallað var um margvíslegar vörur og þjónustu fyrirtækja án þess að það kæmi fram að um auglýsingu var að ræða. Neytendastofa krafði áhrifavaldana um upplýsingar um hvort endurgjald hefði komið fyrir umfjöllunina, hvernig viðskiptasambandi þeirra og fyrirtækjanna væri háttað og hvort þriðji aðili hefði annast milligöngu vegna umfjöllunarinnar. Við meðferð málsins kom fram að áhrifavaldarnir höfðu þegið vörur að gjöf frá fyrirtækjunum sem telst vera endurgjald.

Neytendastofa taldi að um væri að ræða markaðssetningu og að ekki hefði komið fram með nægilega skýrum hætti að umfjöllunin hefði verið auglýsing eða að hún væri gerð í viðskiptalegum tilgangi, en slíkt verður að koma skýrt fram. Stofnunin bannaði því áhrifavöldunum að nota duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum,“ segir á vef Neytendastofu.

Fékk skó að gjöf

Í bréfi Neytendastofu til Sólrúnar Diego var sérstaklega vísað til umfjöllunar hennar um verslunina Air í Kringlunni og vörur þess. Benti stofnunin á að umræddar færslur hafi ekki verið merktar sem auglýsingar eða með öðrum skýrum hætti greint frá því að þær hafi verið gerðar í viðskiptalegum tilgangi, að því undanskildu að finna mátti örsmáa merkingu neðst í hægra horni myndarinnar, #samstarf, í hvítu letri á hvítum grunni.

Sjá einnig: Sólrún Diego afhjúpuð á Twitter: Getur þú séð að um auglýsingu sé að ræða?

Neytendastofa óskaði eftir upplýsingum frá Sólrúnu um hvernig viðskiptasambandi hennar við verslunina Air væri háttað, hvort þriðji aðili annaðist samskipti eða milligöngu við verslunina vegna umfjöllunarinnar og hvort hún hafi fengið endurgjald af einhverju tagi frá versluninni.

Sólrún svarar Neytendastofu

Sólrún svaraði Neytendastofu  með tölvupósti í júlí 2019. Í svarinu kom fram að ekkert viðskiptasamband væri að baki annað en það að vörur hafi verið gjöf frá markaðsstjóra verslunarinnar Air. Hún viðurkenndi að umrædd mynd hafi ekki verið nægilega vel framsett en hún neitaði að það hafi verið gert viljandi.

Sólrún vildi einnig koma nokkrum hlutum á framfæri við Neytendastofu og óskaði eftir svörum frá stofnuninni varðandi eftirfarandi.

„Í fyrsta lagi hvernig stofnunin taki á ábendingum sem einungis er komið til hennar til þess eins að skemma eða sverta mannorð áhrifavalda. Í öðru lagi hvort Neytendastofa hafi gert tilraunir eða sýnt einhvern áhuga á því að fá áhrifavalda inn á borð með sér til að dýpka skilning sinn á viðfangsefninu og að vinna að stefnumarkandi áætlun og leiðbeiningum. Loks fái margir áhrifavaldar gríðarlegt magn gjafa og varnings sendan til sín óumbeðið og í mörgum tilfellum sé þetta mikil kvöð. Bæði myndist ákveðin pressa frá þeim sem senda varninginn sem og ónæðið af óumbeðnum póstsendingum og átroðningi. Í mörgum tilfellum hunsa áhrifavaldar þennan varning en í öðrum tilfellum sé það þannig að áhrifavöldum langi til að segja frá honum án þess að vera í beinu viðskiptasambandi við þann sem sendi varninginn. Í ljósi þessa óskaði áhrifavaldurinn eftir afstöðu Neytendastofu til framangreinds sem og hvort stofnunin hafi gefið út leiðbeiningar til fyrirtækja varðandi sendingar á varningi til áhrifavalda.“

Hér má lesa ákvörðun Neytendastofu í heild sinni.

Glæpsamlega góð kaka

Tinna Alavis var brotleg við sömu lög með færslum sínum um vörur verslunarinnar Sætar syndir.

„Svar barst Neytendastofu með tölvupósti þann 16. ágúst 2019. Í svarinu kom fram að áhrifavaldurinn hafi fengið köku frá Sætum syndum í skiptum fyrir að birta mynd af kökunni á bloggsíðu sinni alavis.is. Efst á þeirri bloggfærslu hafi komið fram að umfjöllunin sé „sponsored“. Hún hafi einnig ákveðið að sýna kökuna á Instagram síðu sinni, @alavis.is, en það hafi verið hennar val og ekki inn í samkomulaginu við verslunina Sætar syndir,“ segir í ákvörðun Neytendastofu.

Lesa má ákvörðun Neytendastofu um Tinnu í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svala Björgvins einhleyp á ný

Svala Björgvins einhleyp á ný
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Besta hámhorfið í sumarrigningunni

Besta hámhorfið í sumarrigningunni
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“

„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“

Ed Sheeran opnar sig um lágpunktinn – „Þetta er gaman til að byrja með svo fer þetta að verða sorglegt“