fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Þau eru systkin – Gengur list og pólitík í genum?

Fókus
Laugardaginn 23. nóvember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er lítið land og því kemur lítið á óvart að ýmsir þekktir landsmenn tengist blóðböndum. Það sem kemur aftur á móti örlítið á óvart er skoðunin á því hverju viðkomandi einstaklingar deila frekar en sameiginlegum fjölskylduboðum. Þetta eru þeir Íslendingar sem þú vissir kannski ekki að væru systkin.

 

Leikkonan og skartgripahönnuðurinn

Nanna Kristín Magnúsdóttir, leik- og kvikmyndagerðarkona, er systkinamörg en einn af bræðrum hennar er Jónas Breki Magnússon, skartgripahönnuðurinn á bak við merkið BREKI. Jónas uppgötvaði ást sína á skartgripagerð þegar hann spilaði íshokkí sem atvinnumaður í Finnlandi og lærði iðnina síðar í Kaupmannahöfn. Nanna Kristín er Íslendingum vel kunn og hefur heillað þjóðina í leiklistinni síðustu áratugi, til að mynda í kvikmyndunum París norðursins og sjónvarpsþáttunum Pabbahelgum.

 

Hæfileikarík hálfsystkin

Leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson og leikkonan Helga Braga Jónsdóttir eiga sama föður. Helga Braga hefur verið Íslendingum vel kunn í áraraðir, frá og með upprisu Fóstbræðra, en Hjörtur hefur mikla reynslu af leikhússenunni og hefur komið víða fram í sjónvarpi og kvikmyndum.

 

Systkin sem syngja

Emmsjé Gauti, einn fremsti rappari landsins, er fjarri því að vera sá eini í ættinni sem spreytir sig á sviði listarinnar. Systir hans, tónlistarkonan Karin Sveinsdóttir, sem gengur einnig undir listamannsnafninu Young Karin, er ekki síður hæfileikarík. Þau vita hvað þau syngja.

 

Pólitík í boðinu

Eflaust má segja að leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir og systir hennar, Lísa Kristjánsdóttir, eigi líflegar umræður um pólitík í jólaboðum og á fjölskyldusamkomum. Ilmur var varaborgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Bjarta framtíð hér um árið en Lísa var um skeið aðstoðarkona Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, en það var á þeim tíma þegar Katrín var formaður Vinstrihreyfingarinnar. Hver segir svo að megi ekki ræða um pólitík við matarborðið?

 

Tilfinningar og tónlist

Hjalti Rúnar Jónsson leikari og Eyvindur Karlsson tónlistarmaður eru hálfbræður. Þeir eru synir Maríu Sigurðardóttur, sem var einu sinni leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Það vantar svo sannarlega ekki listsköpunina á þeim bæ.

 

Saman í salnum

Þau Björn Bjarna­son og Val­gerður Bjarna­dótt­ir eru dæmi um fleiri systkin sem hafa setið saman á Alþingi. Þau Björn og Valgerður sátu um hríð sam­an á þingi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk ann­ars veg­ar og Sam­fylk­ingu hins veg­ar.

 

Lagamál og leiklist

Leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir kann listina að kitla hláturtaugar landans betur en flestir. Það ætti að gleðja systkin hennar, lögfræðingana Svein Andra Sveinsson og Herdísi Þorgeirsdóttur.

 

Verkefnastjórinn og svæfingalæknirinn

María Margrét Jóhannsdóttir, fyrruverandi verkefnastjóri WOW air, er systir Helga Jóhannssonar, sérfræðings í svæfingalækningum, sem starfar í Lundúnum. Helgi hefur getið sér gott orð innan læknaheimsins og var til að mynda á lista dagblaðsins Evening Standard í fyrra yfir áhrifamestu einstaklingana í Lundúnum árið 2018.

 

Kjarnakonur 

Fjölmiðlakonan Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, eru systur. Kristín starfaði um árabil hjá Stöð 2 og hefur getið sér gott orð í fjölmiðlageiranum. Halla er kennari að mennt með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti og Helga selja: „Þetta heimili hefur verið okkar athvarf“

Frosti og Helga selja: „Þetta heimili hefur verið okkar athvarf“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við