fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Þetta er staðurinn sem heillaði Lóu Pind upp úr skónum

Fókus
Föstudaginn 22. nóvember 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lóa Pind Aldísardóttir sjónvarpskona hefur ferðast um heiminn síðasliðið ár fyrir tökur á þættinum „Hvar er best að búa?“ á Stöð 2.

Í viðtali við Mbl.is segist Lóa Pind loksins vera komin með svarið við spurningunni hvar sé best að búa. Hún segir að hennar niðurstaða er sú að fólki, sem hefur flutt til útlanda, finnst yfirleitt best að búa nákvæmlega þar sem það er búsett þá stuninda.

Lóa Pind hefur sjálf búið þrisvar erlendis og ferðast víða um heiminn. En einn staður heillaði hana sérstaklega mikið.

„Ég var ansi heilluð af Balí. Þetta var mín fyrsta heimsókn til Suðaustur-Asíu og Balí kom mér á óvart. Miklar and­stæður, brjáluð umferð en líka gríðarleg friðsæld, dökkar eldfjallastrendur en líka bjartar skeljasandsstrendur, ótrúleg kurteisi og brosmildi, og svo fegurðin í alls konar smá­atriðum. Blómaskreytingar úti um allt, fallega skreyttar fórnir til guðanna eins og hráviði á gangstéttum, undurfalleg altari hvert sem litið var. En Balí er rosalega langt frá Íslandi! Reyndar gæti ég eiginlega hugsað mér að búa í öllum löndunum sem ég heimsótti.“

Lóa segir bakpokaferðalög ekki höfða til hennar lengur en þau hafi gert það þegar hún var yngri. Í dag hefur hún meira gaman af því að dvelja lengur á hverjum áfangastað. „Mér finnst maður fá takmarkað út úr því að vera fáeina daga á nýjum stað, þá lendir maður bara dálítið í hringekju túrismans,“ segir Lóa Pind.

Það kemur kannski mörgum á óvart en Lóa Pind var illa haldin flughræðslu í um fimmtán ár.

„Þannig að hún var farin að hamla mér. Fór svo á flughræðslunámskeið árið 2004. Frábær fjárfesting. Smám saman næstu árin fór heilaþvotturinn á námskeiðinu að síast inn. Ég held að ég sé bara næstum læknuð núna,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum