Fjölmiðlakonan Kristín Sif Björgvinsdóttir fékk húðflúrmeistarann Chip Baskin á Reykjavík Ink til að flúra hana á dögunum. Kristín fékk sér vígalegt húðflúr á hægri upphandlegg og skrifaði við myndina af flúrinu á Instagram: „Þrautseig valkyrja.“ Það er engum blöðum um það að fletta að Kristín er þrautseig. Rétt rúmt ár er síðan hún missti unnusta sinn, Brynjar Berg, en hann féll fyrir eigin hendi. Í viðtölum hefur hún sagt að hún hafi fljótlega ákveðið að hún myndi ekki leyfa því áfalli að buga hana og því er valkyrjan fyrrnefnda afar táknræn.