Hvolpurinn Oliver hefur á stuttum tíma orðið samfélagsmiðlastjarna og er nú kominn með yfir 60 þúsund fylgjendur á Instagram. Ástæðan er nokkuð augljós og vilja margir meina að hér sé á ferð krúttlegasti hundur í heimi.
Norska parið Steffan Finstad og Sofie Lund tóku Oliver að sér í maí síðastliðnum en að þeirra sögn er óalgengt að fólk haldi að hann sé leikfangabangsi.
Parið er duglegt að deila myndum og myndböndum af Oliver, þar sem meðal annars má sjá hann kúra uppi í rúmi, gæða sér á hundanammi, grafa sig ofan í sand á ströndinni og taka við knúsum og kossum frá fólkinu í kringum hann.
Þeir sem vilja fylgjast með ævintýrum krútthundsins er bent á Instagram síðuna: Oliverthedogx.