Sunnudagur 26.janúar 2020
Fókus

Ómar segir að við höfum „normaliserað það að vera fitubolla“ – Erna svarar: „Það eru fordómar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 23. október 2019 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur, áhrifavaldur og talsmaður fyrir jákvæða líkamsímynd, var gestur í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í morgun. Hún kom í þáttinn til að svara umræðu þáttarins í gærmorgun, en þá kom Ómar R. Valdimarsson, lögmaður, til að ræða færslu sem hann deildi á Facebook sem vakti mikla athygli. Hann birti mynd af tveimur nærfatafyrirsætum sem voru í mismiklum holdum. Með myndunum skrifaði hann: „Á 20 árum hefur tekist það að normalisera það sem er að vera fitubolla. Nútíminn er trunta.“

Umrædd mynd sem Ómar deildi á Facebook.

Umræðan í gær

„Það að vera í mikilli ofþyngd er náttúrulega óheilbrigt. Þú getur fengið sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma,“ sagði Kristín, einn þáttastjórnandi Ísland vaknar. Hún bætti svo við að færslan hans bendi til þess að „við séum komin á ansi hættulega braut í þessari umræðu, ekki satt?“ Hún vísaði í umræðuna um jákvæða líkamsímynd.

Ómar tók undir með Kristínu. „Það má ekki gleyma því að allir hafa rétt á því að vera í þeim holdum sem þeir sjálfir kjósa. Þetta hefur ekkert með útlit að gera heldur bara heilsu og það er staðreynd að þeir sem eru í mikilli ofþyngd eru líklegri til að fá sjúkdóma á borð við kransæðasjúkdóma, sykursýki, of háan blóðþrýsting, röskun á blóðfitu, mæði, jafnvel heilablóðfall og allskonar aðra sjúkdóma eins og gallblöðrusjúkdóma, svefntruflanir og svo ekki sé talað um aðra hluti sem hafa að gera með stoðkerfið. Ef þú ert í of mikilli þyngd, þá dugar stoðkerfið þér ekki ævina,“ sagði Ómar og viðurkenndi seinna að hann hafi einu sinni verið „fitubolla.“

Ómar sagði svo að það væri ekki eftirsóknavert að vera í ofþyngd og það þyrfti að búa til kerfi sem býr til réttan hvata fyrir fólk. Hann sagði það þó ekki breyta því að það þyrfti að tala um þetta.

„Það er ekki í lagi að umræðan gangi eingöngu út á það að þeir sem að gagnrýna það að fólk sé að verða of feitt, ég meina Íslendingar eru feitasta fólk á Norðurlöndunum. Ég las tölur í morgun sem segja að 59,6 prósent Íslendinga eru í offitu. Þú veist það er bara ekkert í lagi. Þetta býr til rosalegan kostnað fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Ómar og ítrekaði að það þyrfti að tala um þetta til að finna lausn.

Erna Kristín.

Umræðan í dag

Erna Kristín, aktívisti fyrir jákvæða líkamsímynd, mætti í þáttinn í morgun til að halda áfram með umræðuna og koma henni á aðra braut. Hún þvertekur fyrir það að það sé verið að normalisera óheilbrigði og segir að við höfum ekki hugmynd um heilbrigðisástand kvennanna á myndunum sem Ómar deildi.

„Feitar konur þurfa líka nærföt,“ segir hún og vísar í myndir Ómars af nærfatafyrirsætunum. „Það er verið að normalisera það að allar konur fái sama rýmið, að við fáum öll sama rými til að elska okkur eins og við erum. Það er eina normaliseringin á þessari mynd.“

Kristín Björgvins spyr þá Ernu út í viðtal DV við Írisi Björg í gær. Íris Björg segir frá því hvernig hún fær ekki viðeigandi læknisþjónustu vegna holdafars og mætir miklum fitufordómum í heilbrigðiskerfinu.

Sjá einnig: Íris Björg fær ekki viðeigandi læknishjálp vegna holdafars: „Ég er svo langþreytt, sár, reið og hrædd“

„Er þetta algengt?“ Spyr Kristín.

„Ég er búin að lesa mikið af sögum, bæði frá erlendum og íslenskum konum og körlum, sem í rauninni mæta til læknis og fá að heyra „léttu þig um 15 kg og komdu svo aftur“, á meðan er kannski eitthvað að grassera þarna inni sem gæti t.d. verið krabbamein. Ég hef lesið sögu frá konu sem var ólétt, og margt annað sem var hunsað út af holdafari. Þetta er stórhættulegt og miklir fordómar,“ svarar Erna.

Erna segir að það þurfi að aðskilja hluti eins og hreyfingu og mataræði frá holdafari og útliti. Hún segir að það þurfi að hugsa um mataræði út frá vellíðan, ekki útliti. Hún tekur dæmi að hún borðar ekki lakkrís því þá fær hún hausverk, ekki af ótta að hann muni gera hana feita.

„Þetta er allt óháð holdafari. Misskilningurinn við það að ef þú iðkar of mikla jákvæða líkamsímynd þá byrjarðu að vanrækja þig. Ég skil alveg misskilninginn því það hefur enginn sagt okkur þetta áður. Þetta er ekkert „go-to“að fatta,“ segir Erna Kristín.

Erna ítrekar seinna í þættinum þennan umrædda misskilning.

„Það er þessi misskilningur að ef við fáum að elska okkur þá vanrækjum við okkur. Það er misskilningurinn og það er það sem margir eru að halda fram. Það er það sem Ómar er að segja á þessari mynd að það sé verið að normalisera að það sé í lagi að vera feitur og óheilbrigður. Það er það sem hann er að segja. Hann hefur fyrir það fyrsta ekki neitt að segja um hvert heilbrigði þessarar konu er á neðri myndinni. Hann hefur ekki hugmynd um það. Hann er búinn að gefa sér það að hún sé óheilbrigð. Það eru fordómar. Og annað. Því meira sem þú elskar þig og líkama þinn, er líklegra að þú komir fram við hann af virðingu. Það er þessi misskilningur þar sem fólk er að hugsa að ef þú elskar þig svona mikið ertu ekki að fara að sökkva þér í vanrækslu. Nei það er akkúrat öfugt.“

Erna Kristín segir að það eigi ekki „alltaf að taka bara það feita út fyrir mengið“ heldur þegar kemur að hvetja einstaklinga til að borða hollt og hreyfa sig, þá eigi að hvetja alla, ekki bara feitt fólk.

„Það er jafn mikil vanræksla að svelta sig og ofþjálfa, og að drekka bara kók og borða hamborgara. En á sama tíma er ekkert samasemmerki að þeir sem eru feitir drekka bara kók og borða hamborgara. Ég þekki mjög mikið af grönnu fólki sem einmitt gerir það. En það fær að lifa mjög fordómalausu lífi þrátt fyrir líferni. Það er líka munurinn.“

Umræðan á K100 vakti mikla athygli í gær og fjallaði Hringbraut um málið. Tara Margrét deildi meðal annars greininni og skrifaði með færslunni.

„„Neinei, við megum auðvitað ekki smána þessar fitubollur sem hlaupa uppí spiki þar til þær geta ekki einu sinni gengið hring í kringum hverfið“ Takk Ómar og Kristín fyrir eftirtektarvert innsæi og augljósa umhyggju fyrir heilsu minni.“

Hvað segja lesendur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þegar þú ert með fleiri skópör en setningar veistu að þú ert með lítið hlutverk”

„Þegar þú ert með fleiri skópör en setningar veistu að þú ert með lítið hlutverk”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Úrsúla varpar fram umdeildri skoðun: „Janúar er flottur“

Úrsúla varpar fram umdeildri skoðun: „Janúar er flottur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr opnar sig um fæðinguna – Féll í gólfið af sársauka: „Þetta var frekar dramatískt í lokin“

Margrét Gnarr opnar sig um fæðinguna – Féll í gólfið af sársauka: „Þetta var frekar dramatískt í lokin“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hallgrímur Ólafsson um Gullregn: „Við þekkjum öll þetta fólk“

Hallgrímur Ólafsson um Gullregn: „Við þekkjum öll þetta fólk“