fbpx
Laugardagur 06.júní 2020
Bleikt

Íris Björg fær ekki viðeigandi læknishjálp vegna holdafars: „Ég er svo langþreytt, sár, reið og hrædd“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. október 2019 13:38

Íris Björg Albertsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er svo langþreytt, sár, reið og hrædd um að fá enga læknisþjónustu þegar ég þarf virkilega á henni að halda,“ segir Íris Björg Albertsdóttir.

Íris Björg er tvítug og það sem hún óttast mest er að fá ekki læknisaðstoð þegar hún þarf virkilega á henni að halda. Það er ótti sem enginn ætti að þurfa að upplifa, en hann er afar raunverulegur fyrir Írisi þar sem hún hefur margsinnis leitað til lækna en ekki fengið viðeigandi þjónustu vegna holdafars síns. Hún segist hafa mætt fordómum og sífellt fengið að heyra að hún sé of feit.

Bata frá átröskun

Íris Björg er í bataferli frá átröskun. „Síðustu þrjú ár hef ég verið að kljást við átröskun og hef núna verið í eitt ár hjá Hvíta bandinu, sem er átröskunarteymi Landspítalans,“ segir Íris Björg í samtali við DV.

„Ég er greind með lotugræðgi. Þannig ég leita í mat þegar mér líður illa,“ segir hún og bætir við að fitufordómafullt viðmót lækna hafi mjög neikvæð áhrif á bataferli hennar frá átröskun.

„Ég hef alltaf verið stór, eða í svona stærri kantinum, en aldrei svona eins og ég er í dag. Ég þyngdist um 40 kíló á einu ári eftir að hafa byrjað á geðlyfjum og farið í gegnum nokkur áföll. Þrátt fyrir það hef ég verið almennt heilsuhraust.“

Íris Björg segist hafa verið með hraðan púls síðan hún man eftir sér. „Ég ákvað að leita til hjartalæknis árið 2018 vegna þess að hvíldarpúlsinn er alltaf í kringum 100, „vinnu-púlsinn“ er um 120-130 og púlsinn fer síðan upp í 160-170 í göngutúrum. Ég þarf oft að stoppa vegna verkja fyrir hjartað,“ segir hún.

„Ég sagði lækninum frá því hvernig þetta er búið að vera hjá mér. Ég hef farið á bráðamóttöku og ekki fengið að fara heim því púlsinn minn var of hraður. Hjartalæknirinn segir við mig að svona er þetta bara þegar maður er feitur. Hann segist svo ætla að prenta út matarprógramm fyrir mig. Hann skoðaði hvorki púls né blóðþrýsting hjá mér. En ég er líka með háan blóðþrýsting. Hann hefur alltaf verið það,“ segir Íris Björg.

Ekki einsdæmi

Íris Björg rifjar upp fleiri atvik þar sem hún leitaði sér læknishjálpar en kom að lokuðum dyrum vegna holdafars síns.

„Seinna sama ár og ég fór til hjartalæknisins þá fór ég til gigtalæknis. Þar fékk ég greiningu á vefjagigt. Sá læknir skoðaði mig, prentaði fyrir mig matarprógramm og sagði að ég væri of feit,“ segir Íris Björg.

„Í ágúst á þessu ári lenti ég í árekstri og fékk þau svör að ég væri illa tognuð í baki og hálsi, en ég hefði ekki meiðst svona mikið ef ég væri ekki svona feit. Núna í september fór ég í ristilspeglun vegna blæðandi endaþarms og læknirinn sagði að ég væri með sprungu við endaþarm sem fólk fær oft vegna mikils álags og kvíða. Svo endaði hann samtalið á því að segja að ég væri of feit,“ segir hún.

„Svo núna í október leitaði ég á Læknavaktina vegna verkja í hendinni. Læknirinn potaði í mig og sagði að þetta væri sinaskeiðabólga sem ég fékk eftir að hafa verið að prjóna of mikið. Þegar ég stóð upp þá spurði hann mig hvort ég væri ekki örugglega að gera eitthvað í mínum málum, og vísaði í að ég væri of feit.“

Mikil viðbrögð

Íris Björg deildi sögu sinni á Facebook og komu viðbrögðin henni verulega á óvart. Hún fékk yfir hundrað ummæli við færsluna, og um helmingur þeirra voru konur sem höfðu svipaða sögu að segja. Þær fengu ekki viðeigandi læknisþjónustu vegna holdafars síns.

„Ein ummæli höfðu sérstaklega mikil áhrif á mig. En þar segir ein sögu frá því að móðir hennar hafi leitað sér læknishjálpar en ekki fengið hjálp fyrr en karlmaður kom með henni. Hún greindist síðan með magakrabbamein og æxlið var á stærð við appelsínu,“ segir Íris Björg.

„Ég er svo langþreytt, sár, reið og hrædd um að fá enga þjónustu þegar ég þarf virkilega á henni að halda,“ segir Íris Björg.

Hún vonar að með því að stíga fram og segja sögu sína muni það muni vekja athygli á því að þetta sé raunverulegt vandamál, sem ekki aðeins hún heldur fjöldi annarra einstaklinga í yfirþyngd þurfa að glíma við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svona eiga þau saman – „Þau eru bæði mjög rómantísk og tilfinningarík“

Svona eiga þau saman – „Þau eru bæði mjög rómantísk og tilfinningarík“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eitt virtasta viðskiptatímarit heims ásakar Kylie Jenner um umfangsmikin lygavef – Stjarnan svarar fullum hálsi

Eitt virtasta viðskiptatímarit heims ásakar Kylie Jenner um umfangsmikin lygavef – Stjarnan svarar fullum hálsi
Bleikt
Fyrir 1 viku

Cardi B sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Cardi B sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Nýr heimildarþáttur skoðar hið dularfulla fráfall Brittany Murphy

Nýr heimildarþáttur skoðar hið dularfulla fráfall Brittany Murphy
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez
Bleikt
Fyrir 1 viku

Yfir fimmtugt og glæsileg í bikiní

Yfir fimmtugt og glæsileg í bikiní

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.