fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fókus

Nanna Kristín um skilnaðinn: „Hann er bara mjög sár og erfiður“

Fókus
Sunnudaginn 20. október 2019 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona, handritshöfundur og leikstjóri, segir að þættirnir Pabbahelgar sem eru sýndir á RÚV fjalli ekki um hennar eigin skilnað, hann sé of sár og erfiður til að hægt sé að grínast með hann. Þetta segir hún meðal annars í viðtali við Sunnudagssögur á Rás 2. Nanna Kristín fram­leiðir, skrifar, leik­stýrir og leikur aðal­hlut­verkið í Pabbahelgum en þættirnir fjalla um skilnað með gaman­sömu í­vafi þó og eru sagðir vera hárbeittir og fjarri því að vera hefðbundnir.

„Ég hef engan áhuga á að skrifa um minn eigin skilnað. Hann er bara mjög sár og erfiður, og held ég þurfi mörg ár í viðbót til að finna eitthvað kómískt þar,“ segir Nanna Kristín. Hún segist hafa fengið hugmyndina um þættina í námi erlendis. Henni hafi langað að skrifa kvenpersónu sem væri bara venjuleg og þyrfti að komast í gegnum daginn. „Svo þegar ég var að búa til heiminn ákvað ég að hjónaskilnaður hentaði vel, sorglegt en líka kómískt. Ég var búin að skrifa fyrsta þáttinn þegar ég kynni hugmyndina fyrir Skarphéðni Guðmundssyni sem var strax áhugasamur, en þetta tók sjö ár að komast frá hugmynd og á sjónvarpsskjáinn,“ segir Nanna Kristín.

Á þessum sjö árum gekk hún sjálf í gegnum hjónaskilnað. „Það er búið að spyrja mig oft hvort ég sé að skrifa um minn skilnað, en ég er ekki að gera það. Ég byrjaði að skrifa þetta áður. Ég hef engan áhuga á að skrifa um minn eigin skilnað. Hann er bara mjög sár og erfiður, og held ég þurfi mörg ár í viðbót til að finna eitthvað kómískt þar. Mér fannst mjög skemmtileg viðbrögð við fyrsta þættinum hvað fólk tengdi við litlu hlutina í þættinum – að sitja við morgunverðarborðið, setja bílstólinn í bílinn, gleyma að setja búninginn í skottið. Það er líka drama og þetta manneskjulega sem ég vildi sýna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust