fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

10 afhjúpanir í bók Elton John – Reyndi tvisvar sjálfsvíg og horfði viðstöðulaus á klám í tvær vikur: „Þá fór ég strax aftur inn í herbergið og bað um aðra línu“

Fókus
Laugardaginn 19. október 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Elton John fer yfir ævi sína í bókinni Me og hikar ekki við að opna sig upp á gátt um skrautlegt lífshlaup sitt. DV kíkti á tíu áhugaverðar opinberanir úr bókinni.

Hann var ekki náinn foreldrum sínum

Í bókinni segir Elton að móðir hans, Sheila, hafi tileinkað sér afar óhefðbundnar uppeldisaðferðir. Hann rifjar upp eina stund í sækunni þegar að móðir hans lagði hann á grúfu á borðflöt í eldhúsinu og „stakk sápu upp í rassgatið“ á tónlistarmanninum til að laga hægðatregðu. „Ég var logandi hræddur við hana svo árum skipti,“ bætir tónlistarmaðurinn við. Síðar í bókinni kallar hann móður sína, sem lést árið 2017, siðblinda. Þá var samband hans við föður sinn, Stanley, ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hann segir að Stanley hafi aldrei verið samþykkur frama sonar síns í tónlistinni og segist Elton „enn vera að sanna mig fyrir honum þó hann hafi verið dáinn síðan árið 1991.“

Reyndi sjálfsvíg tvisvar

Elton reyndi að fremja sjálfsvíg árið 1975. Þá tók hann of stóran skammt af valíum og henti sér í sundlaug fyrir framan fjölskyldu sína. Þetta atriði er leikið eftir í kvikmyndinni Rocketman. Hann reyndi hins vegar fyrst sjálfsvíg sjö árum áður. Þá setti hann kodda inn í ofn svo hann gæti hvílt sig, skrúfaði frá gasinu og opnaði eldhúsgluggana. Sem betur kom tónlistarmaðurinn Bernie Taupin að honum og bjargaði honum. Atvikið varð innblástur að laginu Someone Saved My Life Tonight frá árinu 1975.

Ældi á kókaíni

Þegar Elton var að taka upp plötuna Caribou árið 1974 gekk hann inn á kærasta sinn og umboðsmann, John Reid, þar sem þeir athöfnuðu sig með röri og hvítu dufti. „Ég spurði hvaða áhrif þetta hefði og hann sagði: Þetta lætur þér líða vel. Þannig að ég spurði hvort ég mætti fá og hann sagði já,“ rifjar Elton upp. Eftir að hafa fengið sér eina línu af kókaíni hljóp tónlistarmaðurinn á salernið og kastaði upp. „Þá fór ég strax aftur inn í herbergið og bað um aðra línu.“

Ekki ástfanginn af eiginkonunni

Þegar ástarsambandi Eltons og Johns Reid var lokið varð Elton sífellt nánari Renate Blauel. „Oftar en einu sinni hugsaði ég um að hún væri allt sem ég hefði viljað í konu hefði ég verið gagnkynhneigður,“ segir Elton í bókinni. Eitt kvöld árið 1984 fór Elton á skeljarnar og bað Renate um að giftast honum, þó að það hefði ekkert gerst á milli þeirra. Þau höfðu aldrei kysst. Þau giftu sig tveimur vikum seinna en á brúðkaupsnóttinni ræddu þau um skilnað og lofuðu að „tala aldrei opinberlega um hjónabandið.“ Þau skildu í mesta bróðerni árið 1988.

Elton og Renate.

Datt í það fyrir meðferð

Barátta Eltons við fíkn og lotugræðgi náði hámarki árið 1990. Allir í kringum hann sáu hvert stefndi, þar á meðal Bob Dylan og George Harrison, en sá síðarnefndi hellti sér yfir hann í partíi í Los Angeles. Stuttu síðar sneri Elton aftur til London og læsti sig inni í húsi sínu í tvær vikur, tók kókaín og drakk víski og horfði viðstöðulaust á klám. „Ég fór ekki í bað, ég klæddi mig ekki. Ég sat og runkaði mér í náttslopp sem var útataður í minni eigin ælu,“ rifjar hann upp. Hann ákvað loks að fara í meðferð og kvaddi kókaín eftir sextán ár í neyslu. Hann hefur verið edrú í 29 ár.

Hafnaði Disney

Eftir meðferðina vann Elton í því að ná fyrri frama í tónlistinni. Hann fékk þá tækifæri til að sjá um tónlistina í teiknimyndinni Lion King, sem frumsýnd var árið 1994. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði aldrei haft efasemdir um verkefnið eða hlutverk mitt í því,“ skrifar hann. Lokaútkoman var stórgóð og vann Elton Óskarinn fyrir lagið Can You Feel the Love Tonight? Disney bauð honum annan samning strax í kjölfarið. „Það var sturlaður peningur,“ skrifar hann. „Þeir vildu að ég þróaði fleiri kvikmyndir, sjónvarpsþætti og bækur. Það var meira að segja minnst á skemmtigarð. Ég hafnaði samningum hins vegar eftir mikla umhugsun.“

Feiminn og myndarlegur

Einn af vinum Eltons bauð honum út að borða árið 1993 svo tónlistarmaðurinn gæti hitt aðra samkynhneigða karlmenn. „Sá eini sem virkaði ekkert svakalega glaður að vera þarna var kanadískur náungi í Armani-jakka. Hann hét David,“ skrifar Elton er hann rifjar upp fyrstu kynni hans og eiginmanns hans, Davids Furnish. „Hann var greinilega feiminn og sagði ekki mikið, sem mér fannst synd því hann var mjög myndarlegur.“ David og Elton byrjuðu saman stuttu síðar og eru í dag hjón og eiga tvö börn.

Vinasamböndin

Elton ljóstrar upp ýmsu um vinasambönd sín í bókinni. Hann er til dæmis sponsorinn hans Eminem í AA og tjáir sig um áhyggjur sínar um Michael Jackson heitinn og áhrifin sem lyfseðilsskyld lyf höfðu á hann. Elton trúir því að hann hafi „gengið af göflunum“ síðustu ár ævinnar. Elton skrifar einnig um náið samband sitt við Díönu prinsessu og segir að hún hafi aldrei minnst á þáverandi eiginmann hennar, Karl Bretaprins, með nafni. Hún kallaði hann alltaf eiginmann sinn. Þá fer Elton ofan í saumana á óvild sinni í garð Tinu Turner og segir hana „andskotans martröð“ að vinna með. Eitt sinn á hann að hafa sagt henni að „stinga þessu helvítis lagi upp í rassinn.“

David og Elton.

Mamman ekki sátt

David og Elton létu gefa sig borgaralega saman árið 2005 á fyrsta deginum sem það var löglegt í Englandi. Stórstjörnur mættu í veisluna en móðir Eltons skyggði á gleðina. „Móðir mín hafði sagt foreldrum Davids að þau yrðu öll að vinna saman til að stöðva vígsluna. Hún var ekki samþykk því að tveir menn gengju í hjónaband,“ skrifar Elton og bætir við að þetta hafi komið honum á óvart því móðir hans hafi „aldrei verið hommahatari“ og veitti stuðning þegar hann kom út úr skápnum.

Baráttan við krabbamein

Elton segir í fyrsta sinn frá því í Me að hann hafi verið greindur með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2017 þegar hann var að skipuleggja tónleikaferðalag. Læknarnir greindu meinið snemma og gáfu honum tvo valkosti: skurðaðgerð þar sem blöðruhálskirtillinn yrði fjarlægður eða löng og ströng lyfjameðferð. Elton valdi aðgerðina, sem gekk vel og steig Elton á svið í Las Vegas aðeins tíu dögum síðar. Stuttu seinna varð hann veikur og var þá kominn með sýkingu. Læknarnir sögðu David að Elton hefði verið sólarhring frá því að deyja. Elton var útskrifaður af sjúkrahúsi ellefu dögum seinna og þurfti að jafna sig í sjö vikur. „Ég var ekki tilbúinn að deyja strax.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar