fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Opinn samlestur á Matthildi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag kl. 13 verður opinn samlestur á söngleiknum Matthildi, stórsýningunni sem verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins í mars. Leikarar sýningarinnar munu lesa í gegnum allt verkið undir stjórn Bergs Þór Ingólfssonar, leikstjóra, auk þess sem vel valin lög úr söngleiknum verða sungin við undirleik Agnars Más Magnússonar, tónlistarstjóra.

Leikarar í sýningunni eru Arnar Dan Kristjánsson, Björgvin Franz Gíslason, Björn Stefánsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Rakel Björk Björnsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þorleifur Einarsson. Þær Erna Tómasdóttir, Ísabel Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir skipta með hlutverki Matthildar. Einnig leikur hópur barna í sýningunni sem var valinn úr þeim rúmlega 1100 börnum sem mættu í áheyrnarprufur í fyrra.

Gísli Rúnar Jónsson sá um að íslenska söngleikinn, Lee Proud er danshöfundur, Ilmur Stefánsdóttir sér um leikmynd, María Th. Ólafsdóttir um búninga, Þórður Orri Pétursson um lýsingu, Ingi Bekk um myndbönd, Margrét Benediktsdóttir um leikgervi, Garðar Borgþórsson um hljóð og aðstoðarleikstjóri er Hlynur Páll Pálsson.

Samlesturinn verður á Stóra sviði Borgarleikhússins og er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti við viðburð í Dollywood vegna heilsufarsvandamála

Hætti við viðburð í Dollywood vegna heilsufarsvandamála
Fókus
Í gær

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“
Fókus
Í gær

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“
Fókus
Í gær

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði