fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Eurovision: Eleni kemur fram á úrslitakvöldinu í Laugardalshöll

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Eleni Foureira, sem lenti í öðru sæti í Eurovision í fyrra, mun koma fram á úrslitakeppni Söngvakeppninnar sem fram fer 2. mars í Laugardalshöll.

Foureira söng lagið Fuego í Lissabon í fyrra, en lagið naut mikilla vinsælda eftir keppnina og var mest spilaða lagið úr keppninni hér á landi.

Eleni Forueira fæddist í Albaníu árið 1987 og starfar nú sem söng- og leikkona. Hún hóf sóló-ferilinn með fyrstu plötu sinni árið 2010 og hefur átt góðu gengi að fagna í Grikklandi og Kýpur.

Undanúrslitin í söngvakeppninni verða í Háskólabíói 9. og 16. febrúar, og úrslitakvöldið í Laugardalshöll 2. mars. Sýnt verður beint frá öllum keppnunum á RÚV.

Í fyrra komu Eurovision-stjörnurnar Robin Bengtsson og Emelie de Forrest fram á úrslitakeppni Söngvakeppninnar en árið 2017 voru það þeir Måns Zelmerlöv og Alexander Rybak.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir