fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

IKEA breytir næturklúbbi í risastórt svefnherbergi – Áhersla lögð á mikilvægi svefns

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri auglýsingu setur Ikea fókusinn á mikilvægi svefns, en í henni má sjá „djammara“ klædda náttfötum halda á næturklúbb, sem breytt hefur verið í risastórt sameiginlegt svefnherbergi.

Auglýsingin, sem er ætlað að hvetja „fólk til endurmeta næturtímann og meta svefninn til jafns við vökustundir,“ breytir á sniðugan máta týpísku næturlífsmynstri í svefnrútínu með fullt af smáatriðum: „djammarar“ mæta í náttfötum og skyndibitafæðið er Cheerios, barþjónar framreiða te, salernin eru full af fólki sem er að tannbursta sig og setja á sig andlitsgrímur, og eyrnatappar eru einnig í boði, en líta út fyrir að vera eitthvað ólöglegt.

Dansgólfið er fullt af þægilegum rúmum og um leið og allir leggjast til hvílu þá mæta kindur á svæðið og springa út í konfetti.

Auglýsingin var sýnd í Bretlandi og Írlandi og er hluti af Wonderful Everyday herferðinni, sem hefur áður innihaldið draugapartý, letiljón og fullt af fljúgandi skyrtum.

Samhliða auglýsingaherferðinni var Dr. Guy Meadows, einn stofnenda The Sleep School, fenginn til að leiðbeina starfsfólki Ikea um vísindin á bak við svefn og telur fyrirtækið að það hjálpi starfsfólkinu til að verða betra í sínum störfum. Rannsókn á meðal þeirra leiddi í ljós að 63% eru óánægðir með sinn svefntíma.

Á vefsíðu Ikea má finna uppýsingar um hvernig má megi betri nætursvefni, leiðbeiningar um hverjar þarfir hvers og eins eru hvað svefninn varðar og réttu tækin sem hjálpað geta til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Magnús Ver verður afi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leoncie orðin heimsfræg – Jimmy Fallon sprakk úr hlátri – Sjáið myndbandið

Leoncie orðin heimsfræg – Jimmy Fallon sprakk úr hlátri – Sjáið myndbandið