fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Fanney Ingvars tók íbúðina í gegn – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Fókus
Miðvikudaginn 18. september 2019 13:37

Fanney Ingvars. Myndir t.v.: Skjáskot/Instagram @fanneyingvars

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanney Ingvarsdóttir, ungfrú Ísland árið 2010, bloggari og áhrifavaldur, er búin að vera að taka heimili sitt í gegn síðustu mánuði.

Hún hefur verið dugleg að leyfa fólki að fylgjast með, bæði á Instagram og í færslum á Trendnet.is.

Í lok árs 2018 keyptu Fanney og kærasti hennar, Teitur Páll Reynisson, íbúð í Garðabænum.

„Við keyptum íbúðina með miklar breytingar í huga og núna (bráðum níu mánuðum síðar) get ég loks sagt að verkinu sé að ljúka! Íbúðin er sumsé loksins farin að líta út eins og við sáum hana fyrir okkur frá upphafi! Vinna að baki sem hefur kostað dass af þolinmæði og þrautseigju en allt þess virði þegar útkoman lítur dagsins ljós,“ skrifaði Fanney Ingvars í nýlegri færslu á Trendnet.is.

Parið byrjaði á því að breyta eldhúsinu og sýndi Fanney frá framkvæmdunum á Instagram. Sjáðu fyrir og eftir myndirnar í færslunni hér að neðan. Ýttu á örina til hægri til að sjá fleiri myndir.

https://www.instagram.com/p/BtI_Qg8grs4/

https://www.instagram.com/p/BtJaLtcgm8G/

Þú getur einnig lesið um framkvæmdirnar í bloggfærslu Fanneyjar á Trendnet. Hún fer meðal annars yfir aðferðina sem þau notuðu til að mála innréttinguna.

Þau tóku einnig baðherbergið í gegn og deildi Fanney fyrir og eftir myndum á Instagram. Sjáðu þær hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B03U876gwor/

Svo var herbergi dóttur þeirra tekið í gegn, sjáðu myndirnar af því hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B2CEeCqAuvI/

Fanney og Teitur tóku einnig hurðirnar í íbúðinni í gegn og lökkuðu þær. Hún skrifaði bloggfærslu um það á Trendnet og birti myndir á Instagram. Sjáðu þær hér að neðan. Mundu að ýta á örina til hægri til að sjá fleiri myndir.

https://www.instagram.com/p/B0qgIaeAwpg/

Sjáðu fleiri myndir af íbúðinni þeirra hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/Bz2_KxAgVGt/

https://www.instagram.com/p/Bzxls5UgzRc/

https://www.instagram.com/p/B0Dk3VyA7lt/

https://www.instagram.com/p/Bxhy-CRAJzt/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni