fbpx
Miðvikudagur 16.júní 2021
Fókus

Rauði krossinn vildi ekki Margréti: „Prófaðu bara að gúggla þig“

Fókus
Þriðjudaginn 17. september 2019 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, segir farir sínar ekki sléttar af Rauða krossinum í stöðufærslu á Facebook. Hún segir að samtökin hafi hafnað aðstoð hennar.

Margrét deilir færslu Íslands í dag en í kvöld mun þátturinn sýna viðtöl við börn umdeildra stjórnmálamanna. Þeim sárnar óvægin umræða í kommentakerfum fjölmiðla. „Ég kannast sjálf við þessa ljótu og óvægnu umræðu, þar sem fólk beinlínis virðist njóta þess og nærast á að mannorðsmyrða, rógbera og níðast á náunganum oft einungis fyrir það að vera á annarri skoðun en rógberinn hefur,“ skrifar Margrét.

„Prófaðu bara að gúggla þig“

Hún nefnir sem dæmi samskipti hennar við Rauða krossinn. „Sem nýtt dæmi ég get nefnt það að mér langaði að gefa eitthvað fallegt af mér til samfélagsins og sótti um sem sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum en það var kona sem hringdi í mig þaðan í framhaldi og sagði mig ekki hafa réttar skoðanir um hælisleitendur fyrir Rauða Krossinn, ég var mjög hissa og spurði hvað hún ætti við og þá svaraði hún prófaðu bara að gúggla þig. Ég sendi henni svo póst og bað hana vinsamlegast að vísa mér á grein og senda mér til að ég gæti skilið betur hvað málið snýst en hún gerði það ekki,“ segir Margrét.

Hún segist hneyksluð á þessum viðbrögðum. „Mér finnst í raun með ólíkindum að Rauði Krossinn sem heldur uppi starfsemi sinni með sjálfboðaliðum neyti einhverjum um starf vegna þess að hann er ekki með „réttar skoðanir“ að þeirra mati og enginn rökstuðningur?,“ spyr Margrét.

Kennir fjölmiðlum um

Hún segir að samkvæmt reglum Rauða krossins megi fólki með ólíkar stjórnmálaskoðanir taka þátt. „Þegar ég fór að skoða reglur betur þá stendur skýrt að sjálfboðaliðar eru fjölbreyttur hópur með alls kyns skoðanir, og hvergi stendur að einhver skoðun sé ekki leyfð. En þetta er að mínu mati lýsandi dæmi fyrir hversu skaðleg áhrif svona rógberar geta haft, og finnst mér samfélagið okkar orðið ansi dapurlegt þegar þöggunartilburðir og mannorðsmorð þykja sjálfsagður hlutur,“ segir Margrét.

Hún kennir svo fjölmiðlum um stöðu mála. „Svo öllu sé haldið til haga þá vita margir að ég hef tekið þátt í þjóðmálaumræðunni eins og svo margir aðrir en aldrei nokkurn tímann hef ég talað niðrandi um neina hópa enda enginn sem hefur getað bent á það eða vísað til þess. Ég hef hinsvegar stundum rýnt í hlutina og horft á með gagnrýnum augum sem oft er gott og ekkert er undanskilið gagnrýni því enginn umræða verur á því sem betur má fara ef enginn segir neitt. En fjölmiðlar eiga því miður mikla sök í útúrsnúningum og í raun afskræmingu á því sem ég hef sagt og stundum hefur mér jafnvel verið gefið orð í munn og gert upp skoðanir sem er í raun háalvarlegt mál og brotlegt að fjölmiðlar noti vald sitt til að reyna mála um neikvæða mynd á viðkomandi án þess að fótur sé fyrir því,“ segir Margrét.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Twitter logar vegna skopmyndar dagsins í Morgunblaðinu – „Þetta er svo viðbjóðslegt“

Twitter logar vegna skopmyndar dagsins í Morgunblaðinu – „Þetta er svo viðbjóðslegt“
Fókus
Í gær

Slys breytti framtíðarplönum Írisar Tönju – „Ég þurfti […] að sætta mig við að þetta myndi aldrei verða“

Slys breytti framtíðarplönum Írisar Tönju – „Ég þurfti […] að sætta mig við að þetta myndi aldrei verða“
Fókus
Í gær

Ingó Veðurguð og fleiri stjörnur ganga til liðs við Boomerang – „Maður nær alls ekki að anna eftirspurninni“

Ingó Veðurguð og fleiri stjörnur ganga til liðs við Boomerang – „Maður nær alls ekki að anna eftirspurninni“
Fókus
Í gær

YouTube-stjarna sendi skilaboð á Daða og vildi læra meira um Ísland

YouTube-stjarna sendi skilaboð á Daða og vildi læra meira um Ísland
Fókus
Fyrir 3 dögum

30 ára móðir handtekin fyrir að þykjast vera 13 ára dóttirin í skólanum – „Ég gerði þetta til að sanna svolítið“

30 ára móðir handtekin fyrir að þykjast vera 13 ára dóttirin í skólanum – „Ég gerði þetta til að sanna svolítið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda fékk áminningu um fyrir hverju hún er að berjast: ,,Takk fyrir að minna mig á að ég skulda engum kynlíf“

Edda fékk áminningu um fyrir hverju hún er að berjast: ,,Takk fyrir að minna mig á að ég skulda engum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

37 ára aldursmunurinn gerði þau fræg – Þarf að verja kærustuna frá netverjum sem segja ást þeirra „ógeðslega

37 ára aldursmunurinn gerði þau fræg – Þarf að verja kærustuna frá netverjum sem segja ást þeirra „ógeðslega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndina: Telur að Meghan Markle sé að senda dulin skilaboð varðandi Harry prins

Sjáðu myndina: Telur að Meghan Markle sé að senda dulin skilaboð varðandi Harry prins