fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fókus

Kærustuparið í Efstaleiti geislaði á hátíðarforsýningu – Sjáðu myndirnar

Fókus
Miðvikudaginn 4. september 2019 09:00

Milla Ósk og Einar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi var hátíðarforsýning af kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur í Háskólabíó í Reykjavík. Myndin fjallar um lögreglustjórann Ingimund sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást.

Ingvar Eggert Sigurðsson fer með aðalhlutverkið í myndinni og leikur Ída Mekkín Hlynsdóttir á móti honum. Hilmir Snær Guðnason, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Armundur Enst, Haraldur Stefánsson og Björn Ingi Hilmarsson fara einnig með hlutverk í myndinni ásamt fleiri frábærum leikurum.

Fjölmennt var á forsýninguna í gær. Meðal annars mætti kærustuparið Einar Þorsteinsson fjölmiðlamaður og Milla Ósk fréttakona og mæðgurnar Vigdís Finnbogadóttir og Ástríður Magnúsdóttir.

Sjáðu fleiri myndir af hressum bíógestum hér að neðan.

F.v. Oddur Hilmarsson, Hollywood-stjarnan Hera Hilmarsdóttir, Íris Stefanía Skúladóttir og Hilmar Oddson. Mynd: Eyþór/DV
Bragi Ólafsson og Inga Rún Björnsdóttir. Mynd: Eyþór/DV
Kristbjörg Kjeld í knússtuði. Mynd: Eyþór/DV
Haraldur Ari Stefánsson og Arnmundur Ernst. Mynd: Eyþór/DV
F.v.: Margrét Sjöfn Magnúsdóttir, Hildur Vala Sigfúsdóttir og söngkonan Emiliana Torrini. Mynd: Eyþór/DV
Mæðgurnar Vigdís Finnbogadóttir og Ástríður Magnúsdóttir. Mynd: Eyþór/DV
Milla Ósk Magnúsdóttir og kærasti hennar, Einar Þorsteinsson, ásamt Jóni Gunnari Geirdal. Mynd: Eyþór/DV
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir. Mynd: Eyþór/DV
Kærustuparið Ágústa Sveinsdóttir og Unnsteinn Manuel Stefánsson. Mynd: Eyþór/DV
Ingvar E. Sigurðsson (aðaleikari) og Hlynur Pálmason (leikstjóri) og Ída Mekkín Hlynsdóttir, sem leikur á móti Ingvari í myndinni. Mynd: Eyþór/DV
Sveppi og Björn Thors. Mynd: Eyþór/DV
Björn Ingi Hilmarsson og Ingvar E. Sigurðsson. Mynd: Eyþór/DV
Unnur Ösp, Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri og Gísli Örn Garðarsson.
Mynd: Eyþór/DV
Turtildúfurnar Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars E aðalleikara. Mynd: Eyþór/DV

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kári útskýrir af hverju hann er ekki í stjórnmálum – „Ertu vitlaus drengur?“

Kári útskýrir af hverju hann er ekki í stjórnmálum – „Ertu vitlaus drengur?“