fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Þorgrími blöskrar – Umhverfisspjöll í miðbæ Reykjavíkur

Fókus
Sunnudaginn 14. júlí 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í morgun tók ég upp á því að elta málningu. Ekki af því að mér leiddist heldur vegna þess að þegar ég gekk út af Kaffitár í Bankastræti blasti við ófögur sjón.“

Svona hefst færsla rithöfundarins Þorgríms Þráinssonar en þar birtir hann myndin af einkennilegri málningarslóð sem hann sá sig knúinn til að rekja.

„Ferðamenn höfðu ekki hugmynd um að málningin væri blaut og báru hana þar af leiðandi inn á kaffihúsið og nærliggjandi verslanir,“ segir Þorgrímur. „Ég tók þá upp á því að fylgja málningarlínunni til að reyna að koma vitinu fyrir þann sem var valdur að þessum umhverfisspjöllum í miðbæ Reykjavíkur.“

Rithöfundurinn segist þá hafa gengið um Bankastræti, Austurstræti og dó málningarlínan út við Aðalstræti. Þorgrímur bætir þá við:

„Ég sneri mér við og gekk upp Bankastræti og Laugaveg og rakst þar á sökudólginn sem var með málingardollur í kerru og lék tónlist til að safna peningum. Ég hringdi í hreinsunardeild borgarinnar, svo hægt væri að þrífa óskapnaðinn sem fyrst til að koma í veg fyrir frekar skemmdir, en þar er enginn á vakt um helgar þannig að löggan gekk í málið.“

Færslu Þorgríms má sjá hér ásamt tilheyrandi myndum af málningarlínunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina