Föstudagur 24.janúar 2020
Fókus

Sumar ástarinnar – Allt um brúðkaup stjarnanna

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 29. júní 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt skemmtilegra á sumrin en að sjá ástfangin pör játa ást sína frammi fyrir hvort öðru, vinum, ættingjum og guði ef að fólk velur það síðastnefnda. Nokkur þekkt pör hafa gengið í það heilaga það sem af er sumri.

Ingibjörg Sveinsdóttir viðskiptafræðingur og Dýri Kristjánsson, hagfræðingur og Íþróttaálfur, giftu sig 25. maí í Fríkirkjunni og gaf séra Hjörtur Magni Jóhannsson parið saman. Dýri sýndi listir sínar í veislunni á hestinum. Hjónin nutu síðan hveitibrauðsdaganna á Maldíveyjum.

View this post on Instagram

#ingaogdyri ❤️🥂💍

A post shared by Anna Margrét Einarsdóttir (@annamargret74) on

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Cardiff, giftu sig 15. júní við Como-vatn á Ítalíu. Ekkert var til sparað og er óhætt að segja að brúðkaupið sé brúðkaup ársins. Glæsivilla var leigð fyrir gestina, en á meðal þeirra var fjöldi leikmanna landsliðsins. Fjöldi skemmtikrafta kom fram, þar á meðal Aron Can, Kaleo og bræðurnir Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónssynir. Flugeldum var skotið upp, meistarakokkurinn Þráinn Freyr Vigfússon sá um matinn og skreytingar voru hvítar og fallegar. Hjónin nutu síðan hveitibrauðsdaganna á Maldíveyjum

Erna Hrönn Ólafsdóttir, söngkona, söngkennari og þáttastjórnandi á útvarpsstöðinni K100, og Jörundur Kristinsson, hópstjóri hjá Origo, giftu sig 15. júní. Mikið var um söng í veislunni og vinur hjónakornanna, Friðrik Ómar Hjörleifsson, steig á svið í drag sem veislustjóri.

Linda Björg Árnadóttir, fatahönnuður, eigandi Scintilla og lektor við Listaháskóla Íslands, og Bárður Sigurgeirsson, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, giftu sig 22. júní í Hallgrímskirkju og fór veislan fram í Gamla bíói. Styr, sonur Lindu, gekk með henni inn kirkjugólfið og var veislustjóri ásamt elsta syni Bárðar. Linda klæddist bleikum kjól breska hönnuðarins Roksöndu Ilincic og rauðum skóm.

Mynd: Facebook.

Fram undan í sumar eru fleiri brúðkaup og hér eru þau sem líklega verða þeirra glæsilegust. Tónlistarpörin Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson annars vegar, og Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason, munu gifta sig sama dag. „Svolítið fyndið, Salka Sól og Arnar eru einmitt að fara að gifta sig sama dag og við. Nú er maður bara byrjaður að reyna að sannfæra sameiginlegu gestina með mútum svo þeir mæti frekar til okkar,“ sagði Karl í góðu gríni við Fréttablaðið.

Útvarpsmaðurinn góðkunni Ívar Guðmundsson og Dagný Dögg Bæringsdóttir gifta sig í dag, laugardaginn 29. júní. Ívar birti mynd af parinu laugardaginn 22. júní og skrifar með: Síðasta helgin í óvígðri sambúð, mikið elska ég þessa konu.“

Mynd: Facebook.

Sjá einnig: Ívar og Dagný gengin í hjónaband – Sjáðu myndirnar

Þorbjörg Marinósdóttir, fjölmiðlakona og rithöfundur, og Karl Sigurðsson, Baggalútur og fyrrverandi borgarfulltrúinn, gifta sig 19. september í lítilli villu í Marché-héraði á Ítalíu. Karl bað Tobbu á tónleikum Baggalúts í Háskólabíói í desember 2016 fyrir framan fullan sal af fólki. Brúðkaupið verður lítið og persónulegt og parið afþakkar gjafir. „Svo dýrt að ferðast. Mæting okkar nánasta er besta gjöfin,“ segir Tobba.

Tobba og Kalli á Ítalíu í fyrrasumar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Valur segir lögreglukonuna vonlausa: „Hugsanlega mesti auli sem sést hefur“

Páll Valur segir lögreglukonuna vonlausa: „Hugsanlega mesti auli sem sést hefur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yfirheyrslan – Tyrfingur Tyrfingsson – Óttast mest sjálfsvorkunn

Yfirheyrslan – Tyrfingur Tyrfingsson – Óttast mest sjálfsvorkunn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nærmynd: Hildur Guðnadóttir – Hætti að vera puntudúkka sjö ára

Nærmynd: Hildur Guðnadóttir – Hætti að vera puntudúkka sjö ára
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lögin í Söngvakeppninni 2020

Lögin í Söngvakeppninni 2020