fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Rússar finna gloppu í Eurovision-reglunum sem gæti tryggt sigurinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 7. maí 2019 14:30

Sergey Lazarev syngur lagið Scream í Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússinn Sergey Lazarev æfði í fyrsta sinn framlag Rússlands til Eurovision, lagið Scream, á stóra sviðinu í Tel Aviv í dag. Lagið er dramatísk kraftballaða, talsvert ólík laginu sem kom Sergey í þriðja sæti árið 2016, You‘re The Only One.

Myndband af fyrstu æfingunni er komið á YouTube og lofar það góðu, en Sergey er spáð öðru sæti í Eurovision, að hluta til út af því að mörgum fannst hann rændur sigrinum fyrir þremur árum.

Eins og þeir sem eru kunnugir Eurovision vita mega aðeins sex manneskjur vera á sviðinu fyrir hvert land. Rússar hafa hins vegar fundið gloppu í þessum reglum og bjóða upp á margar útgáfur af Sergey þessum á sérstökum spegla LED-skjáum.

„Hver spegill túlkar mismunandi útgáfur af okkur sjálfum,“ segir sviðsstjórinn Fokas Evangelinos, í viðtali við Eurovision-síðuna WiWiBloggs. „Þegar við erum við það að taka erfiða ákvörðun – ógnvænlegar ákvarðnir sem láta okkur öskra. Í byrjun sjáum við aðeins eina útgáfu. En er við fikrum okkur áfram sjáum við aðrar útgáfur,“ segir hann.

Alls konar Sergey-ar.

Viðbrögin við fyrstu æfingu Sergey hafa verið góð, þó lagið hafi valdið einhverjum aðdáendum keppninnar vonbrigðum. Hins vegar gæti þessi sviðssetning fært hann ansi nálægt sigrinum, jafnvel tryggt hann. Sergey keppir í seinni undanúrslitariðlinum þann 16. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?