fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Fjallið birti þessa mynd á Instagram og allt varð vitlaust

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 5. maí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, sem oft er kallaður „Fjallið“, hefur staðið af sér ýmsa storma en á Instagram-aðgangi hans er yfirleitt nóg um hasar að finna þar sem virkir í athugasemdum brýna klærnar.

Á dögunum birti kraftajötuninn mynd þar sem hann segist hafa skotist í stutta „viðskiptaferð“ til Ísraels og nýtir hann einnig tækifærið til að hrósa einkakokki sínum. Skemmst er að segja frá því að Instagram-notendur stukku á færsluna með neikvæðum ummælum sem snéru að átökum milli Ísraela og Palestínumanna.

Fór það víst fyrir brjóstið á ófáum hvar Fjallið var statt.


„Hvað er þetta Ísrael sem þú talar um?“ spyr einn notandi í hæðni, „og hvar ætli það sé?“

Þá svarar annar: „Í Auschwitz auðvitað…“

„Þú meinar að þú sért kominn til Palestínu?“ er síðan spurt í upphafi þráðar sem hefur skapað mikinn usla, en hér er brot af fleiri ummælum:

„Frelsum Palestínu!“

„Frelsum Palestínu, burt með Ísrael,“

„Já, frelsum Palestínu með því að sprengja það burt frá jörðu.“

„Palestína er álíka áþreifanlegur staður og Narnía.“

„Hættið að skjóta eldflaugum að Ísrael!“

„Flest Palestínufólk og fleiri múslimaþjóðir eru í afneitun um að Ísrael sé land.“

„Það þarf þúsund Palestínumenn til að drepa tíu ísraelska hermenn… Þið eigið ekki séns.“

Átök hafa farið stigmagnandi að undanförnu hjá Ísrael og Palestínu og særðust t.a.m. fjórir ísraelskir borgarar og lét einn lífið eftir að sprengjum rigndi yfir Ísrael í gærkvöldi. Ísraelsher svaraði með loftárásum og stórskotahríð frá skriðdrekum.

Talið er að alls hafi nú ríflega 430 eldflaugum verið skotið frá Gaza síðan í gær, en Ísraelsher segist hafa varpað og skotið sprengjum á yfir 200 skotmörk í Gazaborg á sama tíma. Fjórir palestínskir borgarar fórust í hefndarárásum Ísraela í gærkvöld, þar á meðal þunguð kona og ársgamalt barn hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni