fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Frægar sem flugu með WOW – Fegurðardrottningar og áhrifavaldar – „Skrítið að leggja fjólubláa glæsigallann á hilluna“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 28. mars 2019 11:45

Tekið skal fram að fréttin fjallar ekki um þessar tilteknu konur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir syrgja flugfélagið WOW Air í dag, en hugur fólks er einna helst hjá starfsfólki flugfélagsins sem lifir nú í mikilli óvissu. Við ákváðum að kíkja yfir þekkt andlit sem hafa séð til þess að farþegum í flugum WOW Air hefur liðið vel í gegnum tíðina.

Sjá einnig: Konurnar í lífi Skúla Mogensen: Kynntist eiginkonunni á Tunglinu – Stoltur af dætrunum – 23 ár á milli hans og kærustunnar.

Spaug í skýjunum

Leikkonan góðkunna Helga Braga Jónsdóttir kláraði fimm vikna flugfreyjunámskeið hjá Iceland Express árið 2011 og fékk í kjölfarið vinnu hjá flugfélaginu. Árið 2013 fór Helga Braga yfir til WOW Air og hefur eflaust kitlað hláturtaugar farþega, enda ein okkar besta gamanleikkona.

 

View this post on Instagram

 

?Magic monday!?#wow?‍♀️? #lovemyjob #newuniform?#helgabraga #wowair #pinkispretty ?✈️ #springisintheair?#danke

A post shared by Helga Braga Jónsdóttir (@helgabragajonsd) on

„Leitt að sjá þetta skemmtilega og litríka flugfélag loka“

Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir stóð vaktina fyrir WOW Air en þó hún hafi ekki starfað þar þegar að áfallið dundi yfir í morgun minnist hún fyrirtækisins með hlýju á Instagram.

„Leitt að sjá þetta skemmtilega og litríka flugfélag loka,“ skrifar hún.

Arna á von á sínu fyrsta barni með sínum heittelskaða, Vigni Þór Bollasyni, en þeir sem fylgja þessari fyrrverandi Ungfrú Ísland á Instagram sjá að barnið á hug hennar allan.

 

View this post on Instagram

 

One year ago…. sad to see this fun & colorful airline shut down business. ??

A post shared by ARNA YR (@arnayr) on

Fljúgandi snappari

Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir hefur unnið sem flugfreyja undanfarið, en margir kannast kannski við hana úr kvikmyndinni Óróa og sjónvarpsþáttunum Fólkið í blokkinni. Kristín er gríðarlega vinsæl á Snapchat og fylgjast þúsundir manna með hennar daglega lífi á degi hverjum.

 

View this post on Instagram

 

Stelpan í San Fran⭐️ #wowincali

A post shared by kristín pétursdóttir (@kristinpeturs) on

Tekur tónlistin yfir?

Gréta Morthens, dóttir tónlistarmannsins Bubba Morthens og fyrrverandi eiginkonu hans, Brynju Gunnarsdóttir, hefur einnig verið flugfreyja hjá WOW Air. Hún er þó ekki aðeins lunkin í háloftunum heldur efnilega söngkona og gítarleikari. Nú er spurning hvort tónlistin taki yfir fyrst WOW Air flýgur ei meir.

Beðið eftir barni

Marín Manda Magnúsdóttir hefur komið víða við á ferlinum, enda fjölhæf með eindæmum, en síðustu misseri hefur hún starfað sem flugfreyja hjá WOW Air. Marín Manda bíður nú spennt eftir sínu þriðja barni sem hún ber undir belti, en hún og kærasti hennar, Hannes Frímann Hrólfsson, eiga von á litla kraftaverkinu í ágúst.

 

View this post on Instagram

 

Vinnan kallar ✌?️

A post shared by ???í? ????? ♡ (@marinmanda) on

Spéfreyja

Grínleikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir hefur sést spranga um ganga WOW-vélanna. Júlíana er annar tveggja höfunda gamanþáttanna Þær Tvær sem hafa notið talsverðra vinsælda, en hefur einnig verið áberandi á ýmiss konar uppákomum, þá oft með samstarfskonu sinni og vinkonu, Völu Kristínu.

Tískudrottning býður te og kaffi

Fegurðardrottningin, áhrifavaldurinn og bloggarinn Fanney Ingvarsdóttir byrjaði sem flugfreyja hjá WOW Air stuttu eftir stofnun þess. Samhliða flugfreyjustörfum var hún framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland í tvö ár og árið 2017 var hún einnig partur af skipulagsteymi Reykjavík Fashion Festival, eða RFF. Nú gefst Fanneyju meiri tími fyrir tískuna og verður spennandi að sjá hvað hún tekur sé fyrir hendur í kjölfar þess að WOW er allt.

Fitness á milli fluga

Fitness-stjarnan Bára Jónsdóttir, eða Bára „Beauty“ eins og hún er oftast kölluð, hefur staðið sig vel sem flugfreyja hjá WOW Air, enda vinaleg með eindæmum. Bára hefur náð glæsilegum árangri í fitness þó hún hafi aðeins keppt í sportinu um stutta hríð, en í viðtali við DV fyrir stuttu sagði hún flugfreyjustarfið passa vel með fitness-lífinu.

„Það voru tímamót í mínu lífi og mér fannst þetta bara vera rétti tíminn. Mig hafði alltaf langað til að gera þetta. Ég var flugfreyja á þessum tíma og átti því nægan tíma á milli fluga til að einbeita mér að því að fara í ræktina. Ég var með góðan grunn og í ágætis formi sem útskýrir kannski af hverju ég komst í mjög gott keppnisform á aðeins fimm mánuðum. Með réttu mataræði og réttum æfingum gerðist þetta rosalega hratt,“ sagði hún um upphaf fitness-ferilsins.

Bloggari í búning

Bloggarinn Guðrún Helga Sørtveit byrjaði sem flugfreyja hjá WOW Air árið 2017. Guðrún er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum og má jafnvel segja sem svo að hún ýti undir jákvæða líkamsímynd með færslum sem veita mörgum konum innblástur.

 

View this post on Instagram

 

Þetta var nú frekar skemmtileg sumarvinna ?✈️ . . . . . #wowair #wowcrew #iceland #quayxdesi #highkey

A post shared by G U Ð R Ú N S Ø R T V E I T (@gudrunsortveit) on

Fór yfir til keppinautsins

Fegurðardrottningin Sigrún Eva Ármannsdóttir hefur þjónað farþegum flugfélagsins, en hún var valin Ungfrú Ísland árið 2011. Í framhaldinu fagnaði hún velgengni í fyrirsætubransanum. Í dag starfar hún sem flugfreyja hjá keppinauti WOW Air, Icelandair.

 

View this post on Instagram

 

Going up? ✈️ #wowair

A post shared by Sigrún Eva Ármannsdóttir ? (@sigrunevaa) on

Fjólublár söngengill

Söngkonan Ísold Wilberg Antonsdottir hefur einnig klæðst fjólubláa flugfreyjubúningnum, en hún syngur eins og engill.

 

View this post on Instagram

 

Sunny Side Up ? next stop -> Boston #prettyinpink #orisitpurple?

A post shared by ísold wilberg (@isoldwilberg) on

Sópran skýjum ofar

Sópransöngkonan Gréta Hergils er ein af þekktum freyjum WOW Air, en hún hefur sungið nokkur hlutverk í Íslensku óperunni, þar á meðal í Hollendingnum fljúgandi, Macbeth og Sweeney Todd.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Gréta Hergils (@gretahergils) on

Áhrifavaldur með WOW-faktor

Áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir hefur verið flugfreyja WOW Air, en hún hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum ásamt bestu vinkonu sinni, Sunnevu Einarsdóttur.

 

View this post on Instagram

 

come fly with me ?✈️ #reykjavik

A post shared by JÓHANNA HELGA JENSDÓTTIR ✨ (@johannahelga9) on

Á eftir WOW kemur barn

 

View this post on Instagram

 

WOW hvað það verður gaman í sumar! ??✈️?? #wowaircrew

A post shared by T H O R U N N I V A R S (@thorunnivars) on

Lífsstílsbloggarinn Þórunn Ívarsdóttir hefur einnig skellt sér í WOW-dragtina, en hún er dugleg að láta á sér bera á samfélagsmiðlum. Í dag er fjölskyldulífið áberandi á hennar miðlum, en hún eignaðist dótturina Eriku Önnu með manni sínum, Harry Sampsted, seinnipart síðasta árs.

 

View this post on Instagram

 

Just a regular day at the office ???✈️

A post shared by T H O R U N N I V A R S (@thorunnivars) on

Gott fyrir fjölskyldulífið

 

View this post on Instagram

 

#wowair #?? #telaviv #israel ?

A post shared by Hera ? (@heragisladottir) on

Bryndís Hera Gíslasdóttir hefur staðið sig með prýði í flugfreyjustarfinu hjá WOW Air, en starfið hefur samræmst fjölskyldulífi hennar og Ásgeirs Kolbeins afar vel.

 

View this post on Instagram

 

#wowair

A post shared by Hera ? (@heragisladottir) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“