fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Hatari færir okkur nær sigri í Eurovision: Íslandi spáð 4. sæti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 2. mars 2019 22:31

Evrópa fílar Hatara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hatrið mun sigra er Eurovision-lag okkar Íslendinga í ár og mun Hatari flytja lagið í Eurovision-keppninni í maí í Ísrael.

Með sigri Hatara hefur Ísland færst ofar í veðbanka á vef Eurovision World, en Íslandi hafði til að mynda verið spáð 12. og 9. sæti áður en ljóst var hvert framlag okkar yrði.

Nú er Íslandi hins vegar spáð fjórða sæti í keppninni. Rússinn Sergey Lazarev heldur enn þá toppsætinu, líkt og hann hefur gert síðustu vikur, og Svíum er spáð öðru sæti þó þeir séu ekki enn búnir að ákveða framlag sitt. Í þriðja sæti er svo vinsæli Ítalinn Mahmood með lagið Soldi.

San Marínó, Svartfjallaland, Albanía, Lettland og Serbía skrapa hins vegar botninn.

Smella hér til að sjá stöðu veðbankans.

Uppfært kl. 23.52. Rétt eftir sigur Hatara var Ísland í 7. sæti. Nú er það í því fjórða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“