Íslenska fyrirsætan og leikarinn Bobbi Salvör Menuez, 25 ára, skilgreinir sig sem kynsegin og hefur tekið upp nýtt nafn. Hán segir frá því í viðtali við Vanity Fair.
Fyrirsætan tók upp nafnið Bobbi eftir að hán kom út úr skápnum sem kynsegin. Bobbi leikur í kvikmyndinni Adam og sagði hán frá fréttunum sama dag og kvikmyndin var frumsýnd á Sundance hátíðinni.
Í viðtalinu við Vanity Fair spjallar Bobbi um hlutverkið sitt í Adam, nýja nafnið, pólitíkina á bak við stutt hár og heillandi hinseginleikann við andlitsglimmer.
https://www.instagram.com/p/BtSFVzuAKXE/