fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

Jón Viðar um þingmennina á Klaustri: „Þessir menn kunna ekki að skammast sín“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 20:30

Jón Viðar Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Jónsson, helsti leikhúsgagnrýnandi þjóðarinnar til fjölda ára, hefur oftast verið þekktur fyrir harða gagnrýni. Hann er ekki par sáttur með endurkomu þingmannanna, Gunnar Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem áttu í hlut á Klaustur bar á hinu örlagaríka kvöldi í seinni hluta nóvembermánaðar síðasta árs.

Jón segir í færslu sinni á Facebook að endurinnganga „Klaustursbræðranna“ á Alþingi sé vísbending um meiriháttar siðrof í samfélaginu.

„Ef þjóðin sýnir engin viðbrögð við því önnur en að fjargviðrast hér á Facebook, er eitthvað í meira lagi að siðferðisvitund okkar,“ segir hann. „Þessir menn kunna ekki að skammast sín og oftast er það vandi þess sem ekki hefur sómatilfinningu til slíks, en í þessu tilfelli er það vandi okkar sem látum þá komast um með það orðalaust!“

Þá merkir hann Hörð Torfason söngvaskáld og spyr: „Er ekki ráð að mæta á Austurvöll á laugardaginn og láta í okkur heyra og þið hin sem hafið af dugnaði og fórnarlund leitt þjóðarsamviskuna síðustu misserin?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur var með stöðugan hausverk í fjóra daga eftir Spánarfríið – „Líkaminn er alltaf að segja okkur eitthvað“

Hildur var með stöðugan hausverk í fjóra daga eftir Spánarfríið – „Líkaminn er alltaf að segja okkur eitthvað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segist vera að þrauka á þessum erfiðu tímum

Segist vera að þrauka á þessum erfiðu tímum
Fókus
Fyrir 5 dögum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrsta myndin af Diddy í fangelsi

Fyrsta myndin af Diddy í fangelsi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“