fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Gervigreindarhátíð HR – Hvernig látum við tölvurnar tala?

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 10:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gervigreindarhátíð HR verður haldin á föstudag í Háskólanum í Reykjavík, kl. 14-19 í stofu V102. Viðfangsefni hátíðarinnar er gervigreind og máltækni.

 

Sérfræðingar frá Google, Amazon, Microsoft, Almannarómi og Háskólanum í Reykjavík munu ræða aðkomu gervigreindar að máltækni. Máltækni er rannsóknar- og þróunarsvið sem hefur það að markmiði að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Máltækni hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, meðal annars vegna stöðu íslenskunnar í tæknivæddum heimi og nýrrar verkáætlunar ríkisstjórnarinnar um máltækni fyrir íslensku.

 

Þróunin í máltækni hefur verið mjög hröð á undanförnum árum og byggir útfærsla á sýndarþjónum á borð við Siri hjá Apple, Alexu hjá Amazon og Google Home á þeim framförum. Þessi þróun er háð málföngum sem þarf til þess að útfæra tæknina. Það er því stór áskorun að yfirfæra þessa þróun yfir á öll tungumál.

 

Talgreining og talgerving hafa verið þróuð innan máltækninnar sem gerir fólki mögulegt að tala við og hlusta á tölvur og kerfi. Innan máltækninnar hafa einnig verið þróaðar lausnir sem gera kerfum kleift að vinna með mannamál þannig að hægt sé að draga út upplýsingar, gera sjálfvirkar samantektir og frekari greiningu fyrir hærri stig gervigreindar. Þessi tækni leikur lykilhlutverk í gervigreindarkerfum.

Máltæknifólk hefur einnig lagt mikið af mörkum á sviði gervigreindar í þeim tilgangi að þróa sína tækni. Þannig hefur þekking á endanlegum stöðuvélum, vélnámi og djúpum tauganetum verið þróuð innan máltækninnar en nýst mun víðar.

 

Gervigreindarhátíðin er haldin af gervigreindarsetri HR í samstarfi við Vitvélastofnun Íslands og Almannaróm. Erindi verða haldin á ensku og eru öllum opin.

Dagskrá hátíðarinnar má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli