fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Sölvi hélt að hann væri kominn með krabbamein eftir hádegisverð með Davíð Oddssyni

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 18. janúar 2019 19:00

Davíð Oddsson og Sölvi Tryggvason. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður var svo illa haldinn af kvíða að hann leitaði til læknis og óskaði eftir að komast í krabbameinsrannsókn eftir að hafa talað um krabbamein við Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóra. Frá þessu greindi Sölvi þegar hann var gestur í hlaðvarpi Snorra Björns. Þar ræddi Sölvi meðal annars um kvíðann sem hann hefur glímt við. Tilefni viðtalsins var að nýverið gaf Sölvi út bókina Á eigin skinni – Betri heilsa og innihaldsríkara líf. Bókin sem fór strax í efsta sæti á metsölulistum fjallar um leið Sölva til heilsu á ný, þær fjölbreytilegu tilraunir sem hann gerði á eigin skinni og niðurstöðurnar sem hann komst að.

Í viðtalinu við Snorra lýsti Sölvi einu dæmi um kvíða og hvernig hann getur heltekið fólk og plantað ranghugmyndum í heila fólks. Gefum Sölva orðið:

„Mér er boðið í Seðlabankann skömmu eftir að ég hætti á Stöð 2 og fer í hádegismat með Davíð Oddssyni. Svo hringir síminn eftir 10 mínútur og kona kemur inn og segir Davíð að hann verði að taka símann. Hann tekur símann og ég heyri að þetta er eitthvað alvarlegt. Þá er verið að tilkynna honum að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hafi verið að greinast með krabbamein,“ segir Sölvi, en í janúar 2009 kom í ljós að Geir væri með illkynja æli í vélind. Sölvi bætir við:

„Davíð hafði líka verið með krabbamein. Svo sest Davíð aftur niður, við tölum um hvernig krabbamein Geir er með og hann fer að segja mér frá sínu krabbameini. Ég labba út. Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég væri kominn með krabbamein.“

Eftir það fór hann í krabbameinsrannsóknir, enn í ljós kom að ekkert krabbamein var til staðar.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“