fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Sigmar er pirraður: „Þetta eru bara asnar. Segi það bara þannig. Þetta eru asnar“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 09:55

Sigmar Guðmundsson. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Guðmundsson, þáttastjórnandi Morgunútvarpsins á Rás 2, er ekki sáttur við þá sem skjóta upp flugeldum eftir miðnætti á virkum dögum, sagði hann í þættinum í morgun að þeir sem gerðu slíkt væru „asnar“. Leyndi sér það ekki að hann er pirraður. Gestur þáttarins var Sævar Helgi Bragason, best þekktur sem Stjörnu-Sævar, sem hefur talað mikið gegn flugeldum. Þó að umræðuefnið hafi átt að vera um sólkerfið vildi Sigmar aðeins beina sjónum sínum fyrst að flugeldum:

„Þér er umhugað um mengunina, svo erum við sem hugsum kannski um aðra hluti. Fínt að koma þeim skilaboðum áleiðis til fólks sem er að skjóta upp flugeldum, kannski eftir miðnætti á sunnudagskvöldi, þegar fólk á að mæta í vinnuna á mánudagsmorgni,“ sagði Sigmar. Sævar greip þessi orð á lofti og sagði: „Fólk sem gerir það á að skammast sín.“

Sigmar andvarpaði og bætti við: „Nei bara, þetta eru bara asnar. Segi það bara þannig. Þetta eru asnar.“

Samkvæmt reglugerð segir að almenn notkun skotelda sé leyfð frá 28. desember til 6. janúar, er meðferð þeirra þó alltaf bönnuð frá kl. 22 til kl. 10 daginn eftir að undanskilinni nýársnótt.

„Við mætum ekki með rafmagnsgítarinn í garð hjá fólki á einhverju virku kvöldi og förum að spila og blasta. Eða spila á trommur!,“ sagði Sigmar og uppskar hlátur í hljóðverinu. „Nei í alvöru. Af hverju erum við með svona mikið umburðarlyndi gagnvart þessu? Þetta á sinn stað og sína stund. En á næturnar, þegar fólk er sofandi á virku kvöldi. Þú veist, hættið þessu! Þetta er ekkert öðruvísi en að gera dyraat hjá fólki eða lemja í bílinn þeirra. Þetta er bara hávaðamengun.“

Hulda Geirsdóttir, annar þáttastjórnandi, bætti við og sagði: „Svo er fólk að skjóta upp í björtu. Það er ekki hægt að fara á hestbak í 10 daga!“

Sævar Helgi var að vonum ánægður: „Þetta hljómar eins og tónlist í mínum eyrum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hárprúð dóttir Rikka G og Valdísar komin í heiminn

Hárprúð dóttir Rikka G og Valdísar komin í heiminn
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“