fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Svali flytur sig um set – „Viðurkenni að ég fæ stundum í magann við að hugsa um framhaldið“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. ágúst 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Veit að í lífinu þarf maður að taka sénsa, þekki það ágætlega, en breytir því ekki að maður verður stundum hugsi yfir þessum ákvörðunum sínum. En það sem er framundan er eitthvað sem maður er að skapa,“ segir útvarpsmaðurinn Svali Kaldalóns á bloggsíðu sinni, en hann býr ásamt konu og sonum á Tenerife.

Á bloggsíðunni skrifar hann um daglega lífið á Tenerife. Einnig má fylgjast með Svala á Facebook, Instagram og Snapchat: svalik. Podcast er væntanlegt.

Hola amigos, héðan frá Teneveldi er allt gott að frétta. Við erum þessa dagana að fara að huga að flutningi í annað húsnæði. Að mörgu leiti mun hentugra en að sama skapi þá finnst okkur leitt að fara frá Los Cristianos. Maður finnur það að það er gott að vera þar, minna um ferðamenn og meira af „lókal“ fólki. Allt aðeins ódýrara heldur en á Amerísku ströndinni og fleira í þeim dúr. En nýja íbúðin er nær skólanum fyrir drengina, er eiginlega í Las Americas, og mun fleiri krakkar þar sem eru í sama skóla, það vegur eiginlega mest.Annað atriði sem er gott, þar eru stórar svalir, raunar eru þær þrjár, og ég get loksins keypt mér grill. Mamma mía hvað ég hlakka til að fara að grilla aftur. En við gerum árs samning og getum því komið okkur ágætlega fyrir þar.

Sem stendur er stórfjölskyldan á svæðinu núna. Foreldrar, systur og börnin þeirra og svo stóru börnin mín. Stóri strákurinn minn heitir Nikolai Kaldalóns, býr í Noregi, verður 24 ára í október og svo María Rós Kaldalóns, prinsessan mín, verður 20 ára í september. Yndislegt að hafa alla hér, svo gaman að sýna þeim eyjuna og úsa yfir þau öllu því sem ég hef lært hér. Eitthvað svo margt að segja og deila með þeim. Þetta er yndislegur tími.

Stundum er maður líka með í maganum. Ég er að vinna fyrir Vita, er þar reyndar bara í afleysingum en vona að það verði bara sem lengst. Viðurkenni það að ég fæ stundum í magann við að hugsa um framhaldið. Veit að í lífinu þarf maður að taka sénsa, þekki það ágætlega, en breytir því ekki að maður verður stundum hugsi yfir þessum ákvörðunum sínum. En það sem er framundan er eitthvað sem maður er að skapa. Ég stofnaði fyrirtæki hér í félagið við tvo aðra. Þetta er allt við það að komast í gang, erum að fá ferðaleyfi hér á eyjunni. Það þýðir að við getum sjálfir planað og farið í ferðir með Íslendinga sem koma hingað á eyjuna. Í augnablikinu eru hér um 1.600 íslendingar og margir þeirra til í að skoða eyjuna. Við munum bjóða upp á gönguferðir, hjólaferðir, hlaupaferðir, skoðunarferðir og fleira í þeim dúr. Þetta gerir okkur kleyft að taka líka á móti hópum og sjá um þá á meðan á dvölinni stendur. Það er gaman að vesenast í þessu og sjá að hér rétt eins og heima skiptir öllu máli að hafa einhver smá tengsl. En góðir hlutir gerast hægt og ég er viðbúinn því að þetta gæti tekið einhvern tíma. Þá er bara að vona það besta og brosa.

Takk fyrir að lesa pistilinn, gaman að fá öll þessi skemmtilegu viðbrögð. Gefur okkur heilmikið. Ég ætla að bæta við podcasti og það ætti að koma á allra næstu dögum. Verð að sjálfsögðu áfram með myndir og fleira á samfélagsmiðlunum mínum. Bestu kveðjur frá okkur öllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig