fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Meghan Markle heimsótti Ísland: „Svo fallegt“

Auður Ösp
Mánudaginn 27. ágúst 2018 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meghan Markle hertogaynjan af Sussex og fyrrum leikkona var stödd á Íslandi ásamt vinum sínum þegar árið 2016 gekk í garð. Þetta voru seinustu áramótin hennar sem einhleyp kona en aðeins nokkrum mánuðum síðar hófst ástarsamband hennar og Harry Bretaprins.

Ljósmynd/Instagram

Breski miðillinn Sunday Express og ástralski miðilinn Escape greina frá þessu. Hertogaynjan birti myndir úr Íslandsferðinni á Instagram síðu sem hún hélt úti á sínum tíma en hún hætti á samfélagsmiðlum eftir að hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna.

Fram kemur að Meghan hafi dvalið í Hafnarfirði á meðan hún var á Íslandi, líkt og meðfylgjandi ljósmynd sýnir. Við myndina ritaði hún að landið væri „svo fallegt og virkilega indælt líka. Algjörlega mín týpa.“

Ljósmynd/Instagram

Áður en Meghan varð hertogaynjan af Sussex hélt hún úti lífsstílsblogginu The Tig þar sem hún skrifaði meðal annars um ferðalög sín um heiminn en hún ferðaðist til að mynda til Möltu, Spánar, Ítalíu og Grikklands.

Meghan er eini meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar fyrir utan drottninguna sem hefur heimsótt Ísland. Elísabet Englandsdrottning kom í opinbera heimsókn til Íslands sumarið 1990.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bale spókar sig í Eyjum

Bale spókar sig í Eyjum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“