fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

HEIMILI: Pimpaðu pleisið upp með fallegum pastel litum – MYNDIR

Margrét Gústavsdóttir
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pasteltónar eru meðal þeirra tískustrauma sem koma og fara í hönnunarheiminum.

Þeir hafa átt nokkuð öfluga innkomu síðustu misserin og eru kærkomin tilbreyting frá gráu og svörtu litunum sem við Íslendingar virðumst svo óskaplega hrifin af. Í þessu myndasafni má sjá hversu einfalt það er að fegra heimilið og hleypa vorinu í kotið með því að pimpa aðeins upp með smá pastelblæ, eins og sagt er á góðri íslensku.

Þessir litatónar hafa skemmtilega kvenlegt og milt yfirbragð og það er auðvelt að breyta ásýnd heimilisins ódýran og einfaldan máta með því að ýmist mála veggi og húsgögn í pastel litum eða kaupa teppi, púða og minni skrautmuni í þessum litum.

Ef fólki hugnast ekki að kaupa nýja eldhúsinnréttingu til að tolla í tískunni er til dæmis hægt að láta filma gömlu hurðarnar með pastel litum og svo er bara að skipta um höldur. Gylltar höldur fara sérstaklega vel við pasteltónana eins og sjá má í myndasafninu og það sama má segja um pottaplöntur því hraustlegi græni liturinn smellpassar við flesta pastelliti.

Glöggir taka strax eftir því að flest gólfin á þessum heimilum eru hvítmáluð eða ljós. Hvít gólf geta verið svolítið erfið því þau láta fljótlega á sjá en fegurðargildið kemur á móti. Til að fá hvítt gólf er til dæmis hægt að kaupa linoleum dúk, eða lakka yfir gólfið með sterku lakki sem hylur vel og þolir ágang. Svo má reikna með því að þurfa að lakka gólfið aftur eftir um það bil tvö til þrjú ár. Ágætis vorverk.

Veggfóður setja líka mjög skemmtilegan svip á heimilið en þau njóta sín yfirleitt best á minni veggjum. Gróf kalkmálning myndar einnig smekklega andstæðu við kvenleg áhrif pastellitanna en slíka málningu er hægt að fá á mjög góðu verði hjá Sérefnum t.a.m. og veggfóður í allskonar gerðum eru til í góðu úrvali hjá m.a. Bauhaus.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki