fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Fókus

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Drekktu 2,5 til 3 lítra af vatni í dag!

Sara Barðdal Þórisdóttir
Fimmtudaginn 20. desember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Barðdal Þórisdóttir er ÍAK einkaþjálfari, heilsumarkþjálfi og stofnandi hiitfit.is. Hún hjálpar konum að verða heilsuhraustari og hamingjusamari í gegnum námskeið og þjálfanir á vegum hiitfit.is 

Í desember er jóladagatal á síðunni þar sem þú færð hugmyndir af stuttum og raunsæjum skrefum til þess að halda líkamlegri og andlegri heilsu í góðu jafnvægi fram að jólum – og inn í nýja árið.

Glugginn fyrir 18. desember bauð upp á áskorun: Drekktu 2,5 til 3 lítra af vatni í dag!

Af hverju?

Af líkamsþunga þínum telja um 60% vatn. Á degi hverjum tapast þó um 2-2,5 lítrar af vatni úr líkama þínum meðal annars með því að flytja úrgangsefni sem verða til í efnaskiptum með þvagi úr líkamanum, það gufar upp frá lungum með útöndun og frá húðinni sem sviti og tapast með hægðum.

Til þess að halda jafnvægi í líkamanum er mikilvægt að bæta þetta tap upp en líkaminn hjálpar til við jafnvægið með því að kalla eftir því að þú fyllir á vatnsbyrgðirnar, en þá finnurðu fyrir þorsta. Vegna þessa eru ekki gríðarlegar líkur á ofþornun en hættan eykst þó talsvert þegar þú hreyfir þig mikið eða ert veik með tilheyrandi svita, niðurgangi eða uppköstum. Hafðu samt í huga að þó þú finnir ekki fyrir þessum þorsta þá þarf líkaminn samt á vatninu að halda. Það getur nefnilega einnig gerst að þessi skilaboð líkamans um að það vanti vatn skolist aðeins til og við talið okkur vera svöng þegar við erum í raun þyrst. Því er ótrúlega gott ráð að fá sér vatnsglas fyrir hverja máltíð, hvort sem þú finnur fyrir þorsta eða ekki.

Hverju getur aukin vatnsdrykkja stuðlað að?

  • Betri meltingu
  • Örvun á heilastarfsemi
  • Þyngdartapi
  • Heilbrigðari húð
  • Kemur í veg fyrir hausverk
  • Aukinni orku

Í dag skaltu setja þér það markmið að vökva líkamann einstaklega vel! Og helst ekki eingöngu í dag, haltu endilega halda áfram með þennan vana, þó ekki sé nema yfir hátíðarnar þar sem saltur og þungur matur er oftar borinn á borð heldur en mörg okkar eru vön. Hér eru þrjú einföld skref sem geta aukið vatnsdrykkjuna þína talsvert á degi hverjum:

  • Byrjaðu daginn á góðu vatnglasi, áður en þú færð þér morgunmat! Eftir nóttina þarf líkaminn á vökvun að halda og því nauðsynlegt að fylla á vatnsbyrgðirnar áður en lengra er haldið.
  • Vertu með góðan og þægilegan vatnsbrúsa við höndina í allan dag en þá ertu líklegri til þess að fá þér sopa öðru hverju í gegnum daginn. Taktu þér smá göngutúr að vaskinum strax og vatnsbrúsinn er tómur, þú hefur líka gott af því að standa upp!
  • Fáðu þér eitt vatnsglas fyrir hverja máltíð!

Skrá má sig í jóladagatalið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Margir feður sem teldu það tómt rugl að hætta í skóla til þess að láta berja sig“

„Margir feður sem teldu það tómt rugl að hætta í skóla til þess að láta berja sig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „RIP sumar 2020“

Vikan á Instagram: „RIP sumar 2020“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er eins og hún geti ekki sætt sig við „nýju konuna“ sem er núna orðin stjúpmóðir barna hennar“

„Það er eins og hún geti ekki sætt sig við „nýju konuna“ sem er núna orðin stjúpmóðir barna hennar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ingó Veðurguð einhleypur á ný

Ingó Veðurguð einhleypur á ný
Fókus
Fyrir 1 viku

Undratækið sem Solla notar alla morgna – „Jafn mikilvægt og að bursta tennurnar“

Undratækið sem Solla notar alla morgna – „Jafn mikilvægt og að bursta tennurnar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?
Fókus
Fyrir 1 viku

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“