fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Secret Solstice: Nýr rekstraraðili tekur við – „Fagnaðarefni að framtíð hátíðarinnar sé tryggð“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 21:00

Víkingur Heiðar framkvæmdastjóri og Guðrún Líf, kærasta hans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin dagana 21.-23. júní 2019 í Reykjavík, en ákveðið hefur verið að fyrirtækið Live Events ehf. taki við skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar í kjölfar skuldauppgjörs við fyrrum rekstraraðila hátíðarinnar.
 
Nýr framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Víkingur Heiðar Arnórsson, en hann hefur mikla reynslu úr tónlistarheiminum og hefur getið sér gott orð fyrir skipulagningu viðburða og skemmtistaðarekstur.
 
„„Það er fagnaðarefni fyrir alla tónlistarunnendur að tekist hafi að tryggja framtíð Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar. Markmiðið er að gera góða hátíð betri og búa til þannig jarðveg að tónlistarhátið sem þessi geti gengið í Reykjavik til frambúðar,“ segir Víkingur Heiðar í samtali við DV.
 
Gerðir hafa verið nýir styrktarsamningar við samstarfsaðila auk þess sem gott samtal hefur átt sér stað við fulltrúa Reykjavíkurborgar. „Í samráði við Reykjavíkurborg hefur verið ákveðið að breyta uppsetningu hátíðarinnar. Hátíðardögum verður fækkað í þrjá, miðaverð lækkað, ásamt því sem dagskráin í Laugardalnum mun klárast klukkan 23:30,“ segir Víkingur Heiðar.
 
Þá verður dagskráin sniðin að dreifðari mark- og aldurshópi en áður hefur verið. Einnig er gert ráð fyrir að á aðalhátíðarsvæðinu verði fleiri svið sem gefur möguleika á fjölbreyttari dagskrá. Þá hefur verið ákveðið að öll næturdagskrá verði gerð í samstarfi við skemmtistaði í miðbæ Reykjavíkur og ekki verði nein næturdagskrá í Laugardalshöll.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það var mjög erfitt að horfa upp á ungan mann í dauðastríði“

„Það var mjög erfitt að horfa upp á ungan mann í dauðastríði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón Arnar byrjaði skyndilega að missa hárið – Hefði gert þetta öðruvísi í dag

Jón Arnar byrjaði skyndilega að missa hárið – Hefði gert þetta öðruvísi í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þú getir sagt til um typpastærð karlmanns með því að horfa framan í hann

Læknir segir að þú getir sagt til um typpastærð karlmanns með því að horfa framan í hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn rýfur þögnina eftir að Katrín greindi frá krabbameinsgreiningunni

Prinsinn rýfur þögnina eftir að Katrín greindi frá krabbameinsgreiningunni