fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Fókus

Guðný Hafsteinsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2018

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. nóvember 2018 15:30

Guðný Hafsteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar og Guðrún Birna Jörgensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúlaverðlaunin 2018 voru afhent í gær á fyrsta opnunardegi sýningarinnar Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verðlaunin hlaut Guðný Hafsteinsdóttir keramiker og hönnuður sem hannar undir merkinu Gudnyhaf. Verðlaunin hlaut hún fyrir tappa í flöskur sem kallast Beware og eru ísbjarnarhöfuð úr steyptu postulíni. Tapparnir eru úr matvælavænu sílíkoni og ganga í alls konar flöskur.

Guðný Hafsteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar og Guðrún Birna Jörgensen

„Hugmyndin að baki var að gera dýr sem eiga það sameiginlegt að vera ógnvænleg en er einnig ætlað að höfða tilfinningalega til fólks.“

Fyrsti tappinn var jólakötturinn og er hann búinn að vera í sölu undanfarin tvö ár bæði hér heima og í Danmörku og hefur verið vel tekið. Ísbjörninn er alveg nýr og er til í ýmsum litum eins og kötturinn.

Skúlaverðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins og var það Guðrún Birna Jörgensen hjá SI sem afhenti verðlaunin.

Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur er haldin dagana 22.-26. nóvember og eru þátttakendur 56 talsins. Þeir sem valdir voru til þátttöku í sýningunni gátu tilkynnt til HANDVERKS OG HÖNNUNAR nýja vöru í verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn.  Skilyrðin voru að hlutirnir  máttu hvorki  hafa  verið sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna í Ráðhúsinu. Tæplega tuttugu  tillögur bárust og dómnefnd skipuðu Kristín Sigfríður Garðarsdóttir keramikhönnuður og Elísabet Jónsdóttir grafískur hönnuður.

Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Björn tekst á við tabú með auðmýkt – „Ég held að dauðinn sé afskaplega mikið feimnismál“

Björn tekst á við tabú með auðmýkt – „Ég held að dauðinn sé afskaplega mikið feimnismál“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður klessti á vegg þegar örlögin gripu í taumana – „Lifum í alvöru bara einn dag í einu“

Sigurður klessti á vegg þegar örlögin gripu í taumana – „Lifum í alvöru bara einn dag í einu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Klikkaðslega ástfangin“

Vikan á Instagram – „Klikkaðslega ástfangin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir börnin ekki kippa sér upp við opið samband þeirra

Segir börnin ekki kippa sér upp við opið samband þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manstu eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 12 árum seinna

Manstu eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 12 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Því oftar sem þú gerir þetta því meira ertu að brjóta á sjálfum þér“

„Því oftar sem þú gerir þetta því meira ertu að brjóta á sjálfum þér“