fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Jan Gehl – Mannlíf milli húsa

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti danski arkitekt Jan Gehl heldur fyrirlestur í Gamla bíói í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar bókarinnar Mannlíf milli húsa (Livet mellem husene).

Bókin, sem kom fyrst út árið 1971 í Kaupmannahöfn, fól í sér uppgjör við kaldranalegar borgir og íbúðahverfi eftirstríðsáranna. Síðan eru liðin tæp fimmtíu ár en bókin á ennþá fullt erindi eins og Jan Gehlkemst sjálfur að orði:

Undanfarnir áratugir hafa sýnt svo ekki verður um villst að viðleitnin til þess að styrkja mannlíf í borgum og byggðum er enn ofarlega á baugi. Samfélagsþróun og allir heimsins rafrænu miðlar hafa ekki dregið úr mikilvægi þess að fólk komi saman, nema síður sé.

Í fyrirlestrinum setur Gehl viðfangsefni bókarinnar í samhengi við þróun borga og byggða í samtímanum. Einnig fjallar hann um aðferðarfræðina sem bókin sprettur úr og áhrif hennar víða um heim. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Að loknum fyrirlestri gefst tími fyrir spurningar og umræður.

Veitingar í boði danska sendiráðsins. Allir velkomnir.

ÚRBANISTAN, sem gefur bókina út, stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við Reykjavíkurborg, Skipulagsstofnun, Listaháskóla Íslands, Klasa, Icelandair Hotels, Arkitektafélag Íslands, Félag íslenskra landslagsarkitekta, SAMARK og Hönnunarmiðstöð.

Viðburður á Facebook. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni