fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Flateyjargátan – Margslungnir og áhrifamiklir spennuþættir byggðir á skáldsögu Viktors Arnars Ingólfssonar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flateyjargátan er ný, íslensk spennuþáttarröð í fjórum hlutum sem frumsýnd verður á RÚV sunnudaginn 18. nóvember.

Árið 1971 snýr Jóhanna aftur til Íslands, eftir 10 ára dvöl í París, til að jarða föður sinn sem helgað hafði líf sitt rannsóknum á hinni óleystu Flateyjargátu. Gátan er rituð í Flateyjarbók og í 600 ár hefur engum tekist að leysa hana. Með Jóhönnu í för er níu ára sonur hennar, Snorri. Jóhanna flækist í morðrannsókn á sama tíma og hún reynir að leysa Flateyjargátuna. Hún neyðist til þess að horfast í augu við drauga fortíðar sem elta hana uppi.

Með aðalhlutverk í myndinni fara Lára Jóhanna Jónsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Hilmir Jensson, Søren Malling, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Sigurður Sigurjónsson.

Leikstjóri er Björn B. Björnsson, höfundur handrits er Margrét Örnólfsdóttir en þættirnir eru byggðir á samnefndri skáldsögu Viktors Arnar Ingólfssonar.

Flateyjargátan er framleidd af Reykjavik Films og Sagafilm í samstarfi við RÚV og verður sýnd á öllum norrænu almannaþjónustumiðlunum og SKY Vision sér um dreifingu utan Norðurlanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“