fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fókus

Hellisbúinn er klúr og kraftmikill

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóel Sæmundsson, hinn íslenski Hellisbúi, hefur nú fundið sér nýjan helli til að dvelja í og það ekki af verri kantinum, Ægisgarður á Eyjarslóð úti á Granda.

Þar mun hann á fimmtudögum segja okkur allt um muninn á konum og körlum í hinum vinsæla gamanleik sem slegið hefur í gegn hér heima og erlendis.

Sýningin sló í gegn síðastliðinn vetur og ný og uppfærð leikgerð lagðist vel í áhorfendur. Í ágúst var ensk útgáfa af sýningunni sýnd í Las Vegas, en þar hefur sýningin í sýningu á vegum Theater Mogul verið frá 2006.

Hellisbúinn er einn vinsælasti gamanleikur heims og er sýndur í fjölda landa á hverjum tíma. Sýningin í Las Vegas er sýnd 362 daga á ári er hefur bæði náð í heimsmetabók Guinnes og er sú Broadway sýning sem hefur hvað lengst gengið samfleytt í sögu Las Vegas.

Framleiðandi sýningarinnar, Leikhúsmógúllinn/Theater Mogul, er stærsta fyrirtæki landsins á sviði leikhúsframleiðslu. Félagið var stofnað árið 2000 utan um framleiðslurétt á Hellisbúanum en félagið á heimsréttinn af sýningunni í dag. Telja má líklegt að ekkert eitt íslenskt fyrirtæki hafi haft starfsemi í fleiri löndum, en Theater Mogul hefur nú þegar komið að framleiðslu sýninga í yfir 50 löndum á yfir 27 tungumálum.

Myndirnar eru teknar á fyrstu sýningu Hellisbúans í Ægisgarði og eins og sést skemmtu gestir sér konunglega.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni