fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fókus

Elín Kára – „Gefumst ekki upp á markmiðunum okkar“

Elín Kára
Þriðjudaginn 9. október 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Káradóttir heldur úti blogsíðu undir eigin nafni þar sem hún skrifar um jákvætt hugarfar, fjármál og lífstíl. Í þessum pistli fjallar hún um markmið og hvernig er best að setja sér markmið og ná þeim.

Í rúmlega fjögur ár hef ég sett mér nokkur markmið í hverri viku en með nokkrum stuttum pásum. Ég hef þannig fyrirkomulag að ég set mér um það bil 10 markmið eða verkefni sem ég þarf eða sé fyrir mér að gera í komandi viku. Eftir vikuna fer ég yfir hvernig mér gekk að klára markmiðin/verkefnin og set mér ný markmið fyrir næstu viku.

Það sem ég kláraði ekki í þessari viku, set ég yfir á næstu viku ef það á ennþá við. Sem dæmi í viku 1; markmið sett um að lesa í samtals 1 klst. í vikunni. Náði því ekki – las ekkert. Í viku 2 var sama markmið sett. Ég las sirka 10 mínútur yfir alla vikuna. Markmiðinu var ekki náð. Í viku 3 var sama markmið sett. Í þriðju viku var ég búin að lesa samtals í meira en klukkutíma og vikan var bara hálfnuð.

Gefumst ekki upp á markmiðunum okkar. Við þurfum oft meiri tíma til þess að koma markmiðinu inn í rútínuna, inn í meðvitundina og fá kraft til þess að klára það sem við viljum klára.

Margir setja sér markmið, en yfirfara þau ekki og setja sér ekki ný eftir ákveðinn tíma. Svo eru líka margir, því miður, sem rífa sjálfa sig niður fyrir að ná ekki markmiðunum sínum á til dæmis einni viku og hætta þá allri vinnunni og setja sér ekki meira markmið. Segja: „þetta er tilgangslaust“ eða „ég er ekki þessi markmiða-týpa“.

Þú getur ekki sigrað heiminn á einum degi, en þú getur það með daglegum athöfnum til lengri tíma. Ég setti mér markmið um að byrja blogg. Í hverri viku þurfti ég að viðurkenna að ég væri ekki byrjuð, en ég vildi alltaf flytja markmiðið mitt yfir á næstu viku. Eftir 36 vikur var bloggsíðan sem þú ert að lesa núna opnuð. Við þurfum að vera sanngjörn við okkur sjálf.

Hvernig gerir þú þetta?

Ég mæli með að þú finnir þér 1-3 félaga sem eru tilbúin til að setja sér svona vikumarkmið í lengri tíma. Þessir 1-3 félagar þurfa að kunna að halda trúnað og þurfa líka að virða markmið annarra.

Ég hef bæði sett mér markmið í hóp af fjórum og svo hef ég líka gert þetta með sambýlismanni mínum. Hvoru tveggja hefur hentað mér vel en í hóp þarf að passa að hópurinn sé vel saman settur.

Bestu vinkonur/vinir: Í vinnu við markmiðasetningu er ekki endilega góð hugmynd að vera með bestu vinkonu eða vin í hóp með sér. Oft er gott að hafa trausta kunningja eða fólk sem þú þekkir, en hittir ekkert alltof oft. Þetta er mín skoðun. Ástæðan fyrir því er sú að oft viltu setja þér krefjandi markmið eða „út fyrir rammann“ markmið. Bestu vinir/vinkonur eiga það til að grípa inn í, stoppa mann af eða laga markmiðið fyrir þig eftir þeirri getu sem þau telja þig geta. Hafðu þetta í huga, mögulega virkar þetta – en það þarf ekki að vera.

Mér finnst gott að vinna þessa vinnu með sambýlismanni mínum. Við völdum okkur dag, sunnudag, þar sem við setjumst niður í sirka 30 mínútur eftir að dóttir okkar er sofnuð í vagni eða um kvöld. Förum yfir liðna viku og setjum markmið fyrir þá næstu.

Þegar ég var í hóp, þá hittist hópurinn á fjögurra vikna fresti. Það var líka skemmtilegt fyrirkomulag og getur hentað vel því fólki sem til dæmis á ekki maka eða makinn hefur ekki áhuga á svona vinnu.

Ekki láta neitt stoppa þig!

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Í gær

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“
Fókus
Í gær

Bikinímynd Jennifer Lopez veldur usla

Bikinímynd Jennifer Lopez veldur usla
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram