fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Fókus

Kórar á Rocky Horror Singalong sýningu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Meðlimir Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð og Hinsegin kórsins verða í salnum á Singalong-sýningu á söngleiknum Rocky Horror á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Þá gefst gestum tækifæri til að taka þátt í sýningunni og syngja með. Söngtextum verður varpað á skjái sitthvorumegin við sviðið.

 

Þetta er í annað skipti sem sýning sem þessi er haldin í Borgarleikhúsinu en tvær Singalong-sýningar voru á Mamma Mia í fyrra sem tókust einkar vel. ,,Þá munaði miklu um að það voru meðlimir kóra meðal gesta í salnum og þess vegna erum við mjög ánægð að meðlimir úr Hinsegin kórnum og MH-kórnum verði í salnum á laugardaginn. Þar er mikið söngfólk sem mun án efa hafa gaman að því að taka þátt,” segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins.

 

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og skólinn sjálfur hefur sterka tengingu við sýninguna og verkið. Páll Óskar Hjálmtýsson, sem leikur Frank N Furter í sýningunni, lék það hlutverk fyrst í sýningu hjá MH þegar hann var nemandi þar. ,,Mér þykir það auðvitað sérstaklega yndislegt að kór Menntaskólans við Hamrahlíð verði í salnum því það vill svo til að ég var í kórnum á árunum 1987 til 1990”, segir Páll Óskar. ,,Þar að auki var Rocky Horror sett upp í fyrsta skipti á íslensku af Leikfélagi MH árið 1991.”

 

Sýningin verður í kvöld kl. 20 og verður eina Singalong-sýningin, en nú fer hver að verða síðastur til að sjá Rocky Horror í Borgarleikhúsinu þar sem sýningum lýkur í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti við viðburð í Dollywood vegna heilsufarsvandamála

Hætti við viðburð í Dollywood vegna heilsufarsvandamála
Fókus
Í gær

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“
Fókus
Í gær

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“
Fókus
Í gær

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði