fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Íslenskur nuddari bjargaði lífi bandarískrar raunveruleikastjörnu

Auður Ösp
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 11:30

Tamra Judge

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tamra Judge, ein af stjörnunum úr raunveruleikaþáttunum The Real Housewives of Orange County greindist með sortuæxli eftir að hafa verið hvött af íslenskum nuddara að fara í blettaskoðun. Hluti þáttaraðarinnar var tekinn upp á Íslandi seinasta sumar.

Í samtali við The Daily Dish segist Tamra hafa verið með fæðingarblett á rasskinninni en aldrei veitt blettinum neina sérstaka athygli. Þegar hún dvaldi á Íslandi sumarið 2017 fór hún til nuddara. Sú sem nuddaði hana tók eftir blettinum og benti henni á að það væri vissara fyrir hana að láta lækni skoða blettinn nánar.

Tamra segist í fyrstu ekki hafa tekið mark á þessum varnaðarorðum en nokkrum mánuðum síðar þurfti hún að leita til húðsjúkdómalæknis út af öðru vandamáli. Ákvað hún  í lok tímans að sýna lækninum blettinn og spyrja hann álits. Bletturinn var í kjölfarið sendur í ræktun.

„Síðan var hringt í mig þar sem ég sat í bílnum og sagt við mig: „Þú ert með sortuæxli“ og ég sagði bara: „Ó, guð.“ Ég átti alls ekki von á þessu,“ segir hún og bætir við að blessunarlega hafi meinið verið á byrjunarstigi og því verið auðvelt að meðhöndla það. Hún er nú undir ströngu eftirliti og fer í skoðun hjá húðsjúkdómalækni á þriggja mánaðafresti.

Hún kveðst vera mun meðvitaðri um heilsuna nú en áður og gætir þess að mæta reglulega í eftirlit. Þegar hún var yngri lá hún í sólbaði klukkutímum saman og bar aðeins barnaolíu á húðina en enga sólarvörn. Þetta var á níunda og tíunda áratug seinustu aldar og kveðst Tamra verða vör við vitundarvakningu um húðkrabbamein á meðal fólks af hennar kynslóð.

„En ef hún hefði ekki neitt sagt við mig [Á Íslandi] þá hefði líklega aldrei látið athuga blettinn nánar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“