fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

INNANHÚSSHÖNNUN: Sendu sumarbústaðinn inn í 21. öldina og málaðu panelinn – 7 myndir

Margrét Gústavsdóttir
Fimmtudaginn 31. maí 2018 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af hverju hafa íslendingar ekki alltaf málað panelinn í sumarbústöðum sínum? Hefur þessi hefð myndast af því að við viljum viðhald og/eða kostnað?

Eða finnst fólki yfirhöfuð notalegt að liggja andvaka í skíðbjartri sumarnótt og horfast í augu við eitthundrað kvistgöt?

Maður spyr sig.

Undanfarin misseri hefur það færst æ meira í móð að mála yfir panel í bæði sumarbústöðum og á heimilum enda birtir mikið yfir þegar það er gert. Þetta hefur yfirleitt tíðkast í bæði Svíþjóð og Danmörku en minna í Noregi. Kannski að það sé ástæðan? Við erum jú komin af Norðmönnum.

Þau sem ekki leggja í að mála panelinn hafa sum hver tekið sér pensil í hönd og bæsað eða borið á hann fallega viðarvörn en eins og sjá má á eftirfarandi myndum er útkoman oft mjög falleg.

1.

Hér hefur ekki aðeins loftið verið málað með hvítri málningu heldur er gólfið einnig lakkað með hvítri háglans málningu. Fyrir vikið fá húsgögnin og listaverkin á veggnum mikið betur notið sín. Takið einnig eftir síðu gluggatjöldunum í bakgrunni og sófabekknum á móti borðstofuborðinu.

2.

Þau sem ekki leggja í að fara „alla leið“ og mála panelinn með einhverjum fallegum lit geta byrjað á að nota viðarbæs til að auka á birtuna.

3.

Takið eftir hvernig bakið á skápnum hefur verið málað í svipuðum tón og sófinn. Restin er í hvítu.

4.

Hér er viðarformið sannarlega látið njóta sín en til að svo megi vera er nauðsynlegt að bera vel á viðinn, þrífa og hugsa vel um hann.

5.

Skandinavískur og ákaflega huggulegur fílingur í þessu koti. Stiginn er flottur við hvítmálaðan panel vegginn. Og hví ekki að hafa plöntur í bústaðnum? Það er hægt að nota sjálfvökvunarkerfi og svo eru margar plöntur sem þurfa mjög litla vökvun.

 

6.

 

Hér höfum við fallegt samspil viðarlitarins og hvítmálaða panelsins. Taktu eftir að á gólfinu eru tvær mottur og hér erum við aftur með dragsíðar gardínur.

7.

Fínt skal það vera. Líka í þvottahúsinu! Líklegast ert þú ekki með sérstakt þvottahús í bústaðnum en eins og sjá má á þessari mynd er fallegt að láta gráa og hvíta litinn mætast við borðplötuna og engu skiptir þó að kíttið sé hvítt undir gráa panelnum. Bara lekkert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi