fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FókusKynning

Veisluþjónustan Soho: Fyrir vel heppnaða erfidrykkju

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. apríl 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veisluþjónustan Soho er alhliða veisluþjónusta sem staðsett er á Suðurnesjum en sinnir í raun öllu landinu ef því er að skipta og sendir hvert á land sem er. Soho hefur miklu reynslu af brúðkaupsveislum, árshátíðum og fermingarveislum. Einnig leggur Soho mikla áherslu á erfidrykkjur og kappkostar að veita góða þjónustu á því sviði með framúrskarandi veitingum. Í erfidrykkjum þjónar Soho aðallega Suðurnesjum og öllu höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta er ýmist þannig að fólk hefur fundið sal, gjarnan nálægt kirkjunni, og við komum með veitingarnar en starfsmenn salarins sjá um annað, eða við sjáum um allan pakkann, þjóna, drykki og þess háttar. Við lögum okkur einfaldlega að óskum hvers og eins,“ segir Örn Garðarsson, eigandi Soho.

Aðspurður hvort fólk vilji stundum sjá sjálft um hluta veitinganna segir Örn að það sé mjög sjaldgæft en sé vissulega í boði ef fólk óski þess. „Sumir vilja vissulega spara peninga með þessum hætti en það ber líka að hafa í huga að þetta er mjög annasamur dagur, mikið umstang vegna útfararinnar sjálfrar og því hafa flestir ekki tíma til að standa í veitingunum líka.“

Örn segir að standandi veitingar séu að færast í vöxt sem fyrirkomulag í erfidrykkjum: „Fólk getur þá fengið sér sætmeti og annað góðgæti á meðan það stendur og samt haldið á kaffibolla líka. Þetta eru gjarnan minni bitar af kökum og kleinum, það eru snittur, flatkökur, tapas bruschettur, hafrakökur, hjónabandssæla, danskar smákökur og margt fleira.“

Örn bendir á að eins og í öðrum veislum sé erfidrykkja vettvangur þar sem fólk talar mikið saman og oft er heppilegra að hafa veisluhaldið standandi þó að sitjandi fyrirkomulagið geti vissulega líka gefist vel. „Í erfidrykkjum hittast oft ættingjar sem hafa ekki hist lengi, sérstaklega ef fólkið býr ekki í sama landshluta, og það notar því tækifærið til að tala mikið saman.“

Úrvalið er mikið og Soho leggur mikla áherslu á fjölbreytni. „Auk þess er allt heimabakað og heimalagað, þetta er ekki fjöldaframleitt einhvers staðar og sett á bakka, heldur verður hver biti sérstakur,“ segir Örn.

Greið og þægileg samskipti í gegnum vefsíðuna

Veisluþjónustan Soho heldur úti glæsilegri og þægilegri heimasíðu á slóðinni soho.is. Þar eru greinargóðar upplýsingar um veitingar og verð. „Það eru allar upplýsingar um verð og því veit fólk nákvæmlega hvað allt kostar. Fólk ýmist pantar veitingar og þjónustu á vefsíðunni eða sendir þangað fyrirspurnir, til dæmis um hvort við séum laus á tilteknum tíma. Við svörum síðan fljótt og örugglega með rafrænum hætti. Það sparar mikla vinnu að láta þetta allt ganga fyrir sig með þessum hætti því þá liggja allar upplýsingar fyrir skriflega,“ segir Örn.

Sjá nánar á soho.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum