fbpx
Fimmtudagur 17.júní 2021
Fastir pennarFókus

Kanye West – einstakur snillingur eða hættulegur leiðtogi sértrúarsöfnuðar?

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. janúar 2021 22:00

Kanye West. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björg Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar skrifar:

Kanye West rappari er mikill listamaður. Hann hefur gefið út margar plötur og hafa þær flestar slegið í gegn. Sú síðasta Jesus is  king er ólík hinum hvað tónlistarstefnu varðar. Platan er með einhvers konar gospel og trúarlegu þema.

Kanye er þó ekki bara þekktur fyrir tónlist sína. Hann er giftur (ennþá allavega) einni frægustu konu heims Kim Kardashian, hefur hannað skó og annan fatnað og unnið 21 Grammy verðlaun. Time tímaritið nefndi hann sem einn af hundrað áhrifamestu einstaklinga í heiminum árið 2005 og 2015. 

Það er því ekki ofsögum sagt að hann hafi gert margt frábært og er mikill listamaður. Sumir segja einstakur og algjör snillingur. 

Poppsálin er nýtt hlaðvarp þar sem Elva Björk stjórnandi þáttarins blandar saman poppmenningarlegum málefnum og sálfræði. 

Í nýjasta þættinum er farið yfir feril Kanye West og geðhvarfasýki sem hann þjáist af. Það sem gerir hann þó ólíkan mörgum öðrum sem eru að kljást við geðhvarfasýki er að hann upplifir sig sem einhvers konar guð eða æðri en aðra.

Tengil á þáttinn er að finna neðst í greininni.

Reif míkrófóninn af Taylor Swift

Kanye er einnig þekktur fyrir umdeild og misgáfuleg ummæli og atvik. Margir muna eftir fíaskóinu sem hann var valdur af árið 2009 þegar hann rauk upp á svið á verðlaunaafhendingu meðan söngkonan Taylor Swift var að taka á móti verðlaunum. Hann reif af henni míkrafóninn og truflaði þakkarræðu hennar til að tjá sig um valið og þá skoðun sína að að Beyonce hefði átt að hljóta þessi verðlaun.

Hann hefur tjáð umdeildar skoðanir sínar á þrælahaldi og þungunarrofi, ítrekað sagst vera besti tónlistarmaður í heimi og líkt sjálfum sér við aðra snillinga eins og Picasso og Jesú. 

Í janúar árið 2019 byrjaði Kanye West að bjóða upp á kristilegar samkomur eða sunnudagsmessur. Þessar messur voru eingöngu fyrir útvalda. Staðsetning þeirra var breytileg og því erfitt að komast að. Mögulega voru þessar messur tilvalin leið til að auglýsa nýju kristilegu plötuna en hægt er að velta því fyrir sér hvort eitthvað meira og sérkennilegra liggi að baki þessum sunnudagsmessum.

Sögur herma að hann hafi keypt stórt landsvæði og ætli að setja á fót einhvers konar búgarð fyrir söfnuðinn. Það er því kominn ákveðin költ-lykt af þessu uppátæki hjá honum Kanye.

Aðdáun á leiðtoganum

Cult eða sértrúarsöfnuður er þegar hópur er myndaður út frá tengingu hópsins við oft aðlaðandi leiðtoga eða sýn. Leiðtoginn telur sig hafa svör við spurningum lífsins og býður upp á lausnir. Mikið traust er borið til leiðtogans og aðdáun. 

Kanye West hefur talað opinberlega um baráttu sína við geðhvarfasýki. Geðhvarfasýki er geðröskun sem lýsir sér þannig að einstaklingur upplifir djúpt þunglyndi og oflæti (maníu) til skiptist. 

Samkvæmt bandaríska greiningarkerfinu DSM 5 þá felur manía í sér tímabil af afbrigðilegu og háleitu skapi. Einstaklingur getur fundið fyrir útvíkkuð sjálfstrausti eða mikilmennsku hugmyndum, minni þörf fyrir hvíld, mikið flæði hugmynda, mikilli orku og framkvæmdargleði. 

Ofmat á eigin hæfileikum

Eitt af algengum einkennum maníu er mikilmennsku tilfinningin þar sem einstaklingur upplifir að hann sé betri en aðrir og ósnertanlegur. Hann ofmetur eigin hæfileika, greind, þekkingu og getu. Mikilmennsku tilfinningin er á breiðu rófi. Sumir upplifa aukingu á sjálfstraustinu meðan aðrir fara alla leið í sínum mikilmennsku hugmyndum og sjá sjálfa sig sem bjargara mannkynsins. Það sem einkennir mikilmennskuhugmyndir eru til dæmis ofmat á eigin hæfileikum, egótal og lítil innsýn inn í eigin röskun. 

Guð-heilkennið

Hugtakið God Complex eða guð-heilkennið tengist þessum mikilmennskuhugmyndum. Einstaklingur sem talinn er vera haldinn guð-heilkenni sér sjálfan sig ekki í réttu ljósi, of túlkar eigin getu og hæfni og neitar að bera ábyrgð á eigin mistökum. Einstaklingurinn lítur ýmsar pælingar og hugmyndir sem hinn heilaga sannleik og að ekkert annað sjónarmið eigi roð í þeirra eigin sýn. Guð heilkennið er einnig oft kalla yfirmennsku heilkennið eða superiority complex. 

Annað hugtak sem nær yfir svipaða tilfinningu og hegðun er Messíasar-heilkennið. En þá trúir einstaklingurinn því að hann sé bjargvættur. Hvort sem einstaklingur hefur fengið skilaboð um slíkt frá guði eða einhverjum öðrum þá trúir hann því að tilgangur hans í lífinu sé að bjarga öðrum

Líka forsetaframbjóðandi

Í tilfelli Kanye West þá vitum við að hann hefur sagst vera með geðhvarfasýki. Í mikilli maníu virðist hann far á flug; stofnar fyrirtæki, semur tónlist, reiðist snögglega, upphefur sjálfan sig, segist vera sendiboði guðs, stofnar sértrúarsöfnuð og býður sig fram til forseta bandaríkjanna. 

Í Poppsálinni er reynt að svara því hvort frábæri listamaðurinn Kanye West sé sendiboði guðs eða maður með miklar ranghugmyndir. 

Hægt er að nálgast þáttinn hér:

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Í gær

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið með sjálfsvígshugsanir eftir einelti af hálfu Chrissy Teigen

Segist hafa verið með sjálfsvígshugsanir eftir einelti af hálfu Chrissy Teigen
Fókus
Fyrir 2 dögum

Reyndi að opna neyðarútgang flugvélar í loftinu og sakaði sætisfélaga sinn um hryðjuverk

Reyndi að opna neyðarútgang flugvélar í loftinu og sakaði sætisfélaga sinn um hryðjuverk