fbpx
Laugardagur 15.maí 2021
Fastir pennarFókus

The Bachelor, Love Island og kynlífsröskun

Fókus
Sunnudaginn 17. janúar 2021 21:30

Hluti af þáttakendum úr þriðju seríu Love Island.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir,  sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar, skrifar:

Raunveruleikaþættir eins og The Bachelor, Love Island, Keeping Up With the Kardashians, Survivor og óteljandi matreiðsluþættir eru gríðarlega vinsælir. 

Hugmyndin bak við raunveruleikaþætti er að setja venjulegt fólk í frekar óvenjulegar aðstæður sem eru hannaðar til að skapa drama. Þættirnir eiga að sýna raunveruleikann en hafa lengi verið gagnrýndir fyrir að vera óraunverulegir, þar sem augljóst er að efnið er klippt til og gert dramatískara en raunin var. 

Poppsálin er hlaðvarp þar sem fjallað er um poppmenningu út frá sálfræðilegu sjónarhorni. Í nýjasta þættinum er fjallað um raunveruleikasjónvarp og af hverju verið elskum slíka afþreyingu en á sama tíma hötum að elska. Tengill á þáttin er hér neðst. 

Elva Björk. Mynd/Valli

Af hverju elskum við raunveruleikaþætti?

Hvað er það við raunveruleikaþætti sem gerir okkur svona háð þeim að við fylgjumst jafnvel með keppendum löngu eftir að tökum lýkur? 

Margir nefna að það hve heilalaust svona sjónvarpsefni er gerir þá þetta vinsæla. Það kannast margir við það að vera algjörlega úrvinda og hafa hreinlega lítið þol í erfitt og flókið efni eftir langan vinnudag. Þá sækjum við oft í eitthvað léttmeti sem auðvelt er að hlæja að eða hneykslast á. Þetta er því ákveðin slökun.  

Tenging áhorfandans við “leikarana” er einnig meiri og sterkari í raunveruleikaþáttum en leiknum. Við vitum að í grunninn eru þetta venjulegir einstaklingar en ekki karakterar og við upplifum því sigra þeirra og ósigra sterkara en ef um leikið efni væri að ræða. Áhorfandinn upplifir sig líka oft sem þátttakanda í þessum ýkta veruleika til dæmis með því að hafa stjórn á hver kemst áfram í næsta þátt með símakosningu. 

Fræðimenn tala einnig um það að við eigum það til að sækja í svona sjónvarpsefni ef við tengjumst ekki mikið öðru fólki í okkar raunverulega lífi. Það að fylgjast með lífi þátttakenda uppfyllir þá að einhverju leyti þörf okkar fyrir félagsleg samskipti. 

Þórðargleði og gægjuhnneigð

Í nýjasta Poppsálarþættinum er farið í aðrar ástæður fyrir því að áhorfandi verður svona húkt á þessum þáttum, til að mynda rannsóknir á heilavirkni áhorfandans sem og einhvers konar þórðargleði þar sem við gleðjumst yfir óförum annarra.

En eflaust má segja að áhugaverðasta kenningin um áhuga okkar á raunveruleikaþáttum tengist kynlífsröskun sem nefnist gægjuhneigð. Gægjuhneigð (eða voyeurismi) er flokkuð sem kynfrávik samkvæmt flokkunarkerfi geðraskana og felst í því að vilja fylgjast með öðrum aðilum, eða liggja á gægjum, vanalega ókunnugum og vanalega fólki sem er að stunda kynlíf.

Sá sem haldinn er gægjuhneigð finnur til mikillar hvatar til að njósna um aðra og hann fær útrás fyrir kynhvöt sína með því að gera eitthvað sem er bannað. Talið er eru um að þessi hvöt aukist þegar einstaklingurinn finnur fyrir mikilli streitu.

Samkvæmt þessari kenningu þá upplifum við þörf fyrir að gægjast inn í líf ókunnugra og svipar þessi þörf til gægjuhneigðar. Við fylgjumst með ástarlífi, sigrum, mistökum og ástarsorg fólks sem við þekkjum ekkert og fáum eitthvað kikk út úr því. Í Poppsálarþættinum er farið nánar í þessa kenningu. 

Eins konar slökun

Við upplifum mikið áreiti í okkar nútímaþjóðfélagi að þegar við slökum á þá finnum við líka þörf til að slaka á huganum. Fyrir marga eru áhorf á raunveruleikaþætti einskonar slökun. Fyrir suma virkar kannski að lesa góða bók eða stunda einhvers konar hugleiðslu meðan aðrir slaka  á við það að horfa á fólk hlaupa um flugvelli og leysa flóknar þrautir eða keppast um ást eins manns.

Með  áhorfi á raunveruleikaþætti fáum í raun tækifæri til að hætta að spá í okkar eigin vandamálum og færum fókusinn yfir á misgáfaða einstaklinga sem hittast á sólarströnd og keppast um athyglina. Ef áhorfið er ekki farið að trufla daglegt líf eða hafa skemmandi áhrif á sambönd þín við aðra þá bara um að gera að njóta þess að hneykslast á vitleysunni sem kemur stundum úr munni Love Island þátttakenda og gleðjast yfir vel heppnaðri veislumáltíð einhvers sem dreymir um að elda mat. 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hugleikur Dagsson genginn út

Hugleikur Dagsson genginn út
Fókus
Í gær

Guðrún miðill sá fyrir fall Wow air og hneyksli í Þjóðkirkjunni – Hefur fengið skilaboð um að hún verði 96 ára – „Ég á að hjálpa fólki“

Guðrún miðill sá fyrir fall Wow air og hneyksli í Þjóðkirkjunni – Hefur fengið skilaboð um að hún verði 96 ára – „Ég á að hjálpa fólki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók teppið af gólfinu og fann leyndan stiga

Tók teppið af gólfinu og fann leyndan stiga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna sendirðu ekki „live“ mynd þegar þú ert að halda framhjá

Þess vegna sendirðu ekki „live“ mynd þegar þú ert að halda framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar hvernig makaskipti eru í raun og veru

Afhjúpar hvernig makaskipti eru í raun og veru
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“

Reynir Bergmann tjáir sig um ummælin umdeildu – „Ég er ekkert að koma hingað titrandi og grenjandi með einhvern lögfræðing“