fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Kosningabaráttan er hafin

Orðið
Föstudaginn 26. maí 2017 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgar Þór Einarsson lögmaður. Er hann á leið í borgarstjórn?

Orðið á götunni er að mikill hugur sé í herbúðum sjálfstæðismanna um þessar mundir. Reykjavíkurþingið um liðna helgi er til marks um það, en andrúmsloftið einkenndist af baráttuvilja, jákvæðni og hugmyndaauðgi.

Brúnaþungir Sjálfstæðismenn vegna ástandsins í Reykjavík hafa nú fyllst vonarneista. Merkja má á mörgum málsmetandi mönnum innan úr herbúðum flokksins að „Reykjavíkurþingið geti verið byrjun á endurheimt meirihluta í borgarstjórn,“ eins og Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins orðaði það á vef sínum, og bætti við: „Það vekur hinum almenna flokksmanni bjartsýni að sjá athafnasemi á borð við þessa í Valhöll.“

Orðið á götunni er að þessi athafnasemi sem Styrmir talar um sé engin tilviljun og að þingið hafi sérstaklega verið haldið til þess að skapa samheldni sem tilfinnanlega hefur skort undanfarin ár. Að skipulagningu þingsins komu mjög svo athafnasamir einstaklingar sem hafa unnið hverjar kosningarnar á fætur annari.

Í því samhengi hafa heyrst nöfn á borð við miðstjórnarmennina Ísak Rúnarsson og Þengil Björnsson. Einnig hefur verið rætt um Sigurð Helga Birgisson, sem nýverið sigraði formannskosningar í félagi sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi með afgerandi hætti. Þá minntist Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sérstaklega á Janus Arn Guðmundsson, miðstjórnarmann í Sjálfstæðisflokknum, í ræðu sinni.

Allir eru þessir menn úr innsta hring stuðningskjarna Guðlaugs Þórs, en þær sögusagnir heyrast æ oftar að aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Borgar Þór Einarsson lögmaður muni gefa kost á sér í oddvitasætið í Reykjavík á móti Halldóri Halldórssyni, en Halldór hefur átt erfitt uppdráttar meðal sjálfstæðismanna í borginni.

Önnur nöfn sem hafa verið nefnd í því tilliti, eru Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ og Eyþór Arnalds, fv. borgarfulltrúi.

Borgar Þór er margreyndur í pólitík, leiðtogi Deiglu-armsins svonefnda sem lengi hefur verið ein virkasta hugmyndaveitan, hægra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum, og á nú þingmenn bæði úr röðum Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar. Þá er hann sonur Ingu Jónu Þórðardóttur fv. oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og stjúpsonur Geirs H. Haarde fv. forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.

Orðið á götunni er að kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins sé hafin. Ljóst þykir að Sjálfstæðisflokkurinn muni láta sverfa til stáls í komandi sveitarstjórnarkosningum og sjái nú meiri tækifæri á sigri en áður í ljósi vandræða á húsnæðismarkaði.

Spurningin stendur þó enn eftir: Hver mun leiða Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn?

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið