The Guardian segir að Trump hafi byrjað á að segjast finna til samúðar með þeim sem urðu fyrir barðinu á byssumanni í Perry í Iowa í síðustu viku og hafi síðan sagt: „Þetta er bara hræðileg, kemur mjög á óvart að þetta hafi gerst hér. En við verðum að jafna okkur á þessu. Við verðum að halda lífinu áfram.“
Þetta voru fyrstu ummæli hans um skotárásina en ekki í fyrsta sinn síðasta árið sem Trump virðist hafa reynt að beina athyglinni frá ofbeldisverkum þar sem skotvopnum er beitt. Í ræðu sem hann hélt á fundi National Rifle Association, sem eru hagsmunasamtök þeirra sem vilja óheftan aðgang að skotvopnum, í apríl á síðasta ári hélt hann því fram að hinn langvarandi vandi vegna skólaskotárása í Bandaríkjunum sé ekki „tengdur skotvopnum“. Hann kenndi Demókrötum, andlegum veikindum, marijúana og transfólki um þær.
Nemandi í sjötta bekk var skotinn til bana í Perry og sjö aðrir særðust í árásinni. Lögreglan segir að árásarmaðurinn hafi verið 17 ára menntaskólanemi. Hann svipti sig lífi að ódæðisverkinu loknu.