fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
EyjanFastir pennar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Töframeðal stjórnmálanna

Eyjan
Fimmtudaginn 26. september 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunvextir hafa lengi verið margfalt hærri en í grannlöndunum. Þingmenn stjórnarflokkanna staðhæfa að ekki sé við krónuna að sakast. Allt sé þetta spurning um hverjir stjórna.

Ganga má út frá því að þeir hafi fullir ástríðu lagt sig alla fram og gert allt sem í þeirra valdi stendur til að sýna í verki að þeir hafi haft lög að mæla. Samt hefur ekkert breyst í bráðum tvö kjörtímabil.

Af þessu verður ekki dregin önnur ályktun en sú að staðhæfing þeirra standist ekki dóm reynslunnar.

Hver er skýringin?

Fyrir margt löngu sáu þeir sem véluðu um stjórn landsins að engin leið væri að reka útflutningsgreinar í harðri samkeppni í þessu vaxtaumhverfi. útflutningsfyrirtækin fengu því að velja gjaldmiðil. Þau greiddu atkvæði með fótunum og yfirgáfu krónuna.

Með þessu vali hafa þau bætt eigin hag og styrkt efnahagslegt sjálfstæði landsins. Þessi fyrirtæki velta rúmlega 40% af þjóðarframleiðslunni.

Hin hliðin á þessari ráðstöfun er mesta efnahagslega mismunun sem þekkist í siðmenntuðum lýðræðisríkjum. Það eru bara þeir sem eftir sitja, sem þurfa að búa varanlega við þrefalt hærri raunvexti. Hvernig samrýmist þetta hugmyndafræðinni um samfélag jafnra tækifæra?

Hin spurningin er kannski markvissari: Hvað getur skýrt það að velviljaðir þingmenn standi að svo ofsafenginni mismunun?

Millifærslur og hærri skattar

Þá erum við komin að töframeðali stjórnmálanna: Sjálfum millifærslunum.

Þær gegna mikilvægu hlutverki við að jafna aðstöðumun í samfélaginu þegar það verður ekki gert með öðru móti.

Hitt er torskildara þegar kerfisleg mismunun er beinlínis búin til, sem síðan er óhjákvæmilegt að milda með millifærslum. Þannig virkar þrefalda gjaldmiðlakerfið.

Millifærslur kalla eðli máls samkvæmt á hækkun skatta. Núverandi ríkisstjórn hefur hækkað millifærslur verulega, mest vegna mismununar í gjaldmiðlakerfinu.

Öfugt við lögmál hagfræðinnar hefur hún þó lækkað skatta og borgað millifærslurnar með lántökum. Þær valda þenslu og leiða óhjákvæmilega til skattahækkana síðar.

Vinstri flokkar

Millifærslur auka ríkisumsvif og gera þingmenn að meiri áhrifavöldum í daglegu lífi heimila og daglegum rekstri fyrirtækja.

Í þessu ljósi er vel skiljanlegt að flokkar lengst til vinstri vilji viðhalda misrétti á gjaldmiðlamarkaði. Það gefur þeim tækifæri til að bæta í millifærslurnar og færir þeim rök fyrir auknum ríkisumsvifum.

Þótt meirihluti kjósenda VG vilji frekar jöfnuð á gjaldmiðlamarkaði en millifærslur eru þingmennirnir staðfastir í hinu að viðhalda ójöfnuði og bæta hann upp með millifærslum.

Forysta Samfylkingar hefur sett á hilluna þriggja áratuga kröfu um jöfnuð á gjaldmiðlamarkaði og tekið höndum saman við þingmenn VG um millifærslulausnir og skattahækkanir, þvert á skoðun flestra kjósenda sinna. Þetta mun vera í samræmi við kjarna gömlu jafnaðarstefnunnar fyrir stríð.

Borgaralegir flokkar

En hvað með borgaralega flokka eins og Miðflokk, Framsókn og Sjálfstæðisflokk? Hvers vegna kjósa þeir fremur millifærslukerfi með auknum ríkisumsvifum en gjaldmiðlakerfi jafnra tækifæra?

Afleiðingin er það sem þeir fordæma helst: Stærra ríkiskerfi og hærri skattar. Satt best að segja er erfitt að finna skynsamlega og rökrétta skýringu á þessari þversögn.

Hún gæti þó verið sú að í baklandinu sé stíf krafa um sérhagsmunagæslu. Hér þarf þó að hafa í huga að sennilega tapa bændur allra mest á krónuvaxtakerfinu.

Samtök atvinnulífsins eru eindregið andvíg því að allir landsmenn og öll fyrirtæki fái sömu tækifæri og stærstu fyrirtækin í þeirra röðum. Pólitísk áhrif samtakanna virka á stjórnmálaumræðuna líkt og lok, sem sett er á suðupott.

Jöfn tækifæri og velferðarkerfið

Svo má ekki gleyma því að jöfn tækifæri allra á gjaldmiðlamarkaði skipta sköpum fyrir velferðarkerfið. Ríkisframlög til velferðarmála og innviða skerðast nú sjálfkrafa sem nemur hærri vöxtum en útflutningsfyrirtækin greiða.

Þessu vilja VG og Samfylking breyta með hækkun skatta. Miðflokkur, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vilja óbreytt ástand.

Viðreisn er eini flokkurinn sem gengur til kosninga með það markmið að eyða ójöfnuði á gjaldmiðlamarkaði og takmarka að sama skapi inntöku á töframeðali stjórnmálanna: Millifærslum og hærri sköttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað er þetta allt sem er að koma?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað er þetta allt sem er að koma?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
08.09.2024

Það er síminn til þín 

Það er síminn til þín 
EyjanFastir pennar
01.09.2024

Svarthöfði skrifar: Ómissandi menn

Svarthöfði skrifar: Ómissandi menn
EyjanFastir pennar
31.08.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Kúvendingar á hægrivængnum

Sigmundur Ernir skrifar: Kúvendingar á hægrivængnum
EyjanFastir pennar
25.08.2024

Björn Jón skrifar: Hinn ærandi skarkali

Björn Jón skrifar: Hinn ærandi skarkali
EyjanFastir pennar
24.08.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Afhjúpun á íhaldsins nekt

Sigmundur Ernir skrifar: Afhjúpun á íhaldsins nekt