fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025

Af kögunarhóli

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sterka hliðin og hin hliðin á NATO

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sterka hliðin og hin hliðin á NATO

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sumir spáðu því að NATO myndi tæpast lifa af leiðtogafundinn í Haag. En þetta mikilvæga varnarbandalag vestrænna lýðræðisríkja í áratugi lifir hvað sem öðru líður. Það er ótvírætt styrkleikamerki að Evrópuþjóðirnar í bandalaginu og Kanada hafa samþykkt að auka framlög til hervarna svo um munar á næstu árum. Nýleg aðild Finna og Svía er líka Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þáttaskil í Evrópuumræðu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þáttaskil í Evrópuumræðu

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Yfirlýsing Árna Þórs Sigurðssonar fyrrum formanns utanríkisnefndar Alþingis um stuðning við þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið markar nokkur þáttaskil í pólitíkinni. Óvanalegt er að svo afdráttarlaus stuðningur um fulla aðild að Evrópusambandinu komi úr röðum áhrifamanna til vinstri við Samfylkinguna. Það mengi er nú um tíundi hluti kjósenda. Að ljá kjósendum rödd Í langan Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

„Það hefur svolítið verið látið í hendur atvinnugreinarinnar bara að færa rök fyrir því, frá einum tíma til annars, hvernig veiðigjald er og hvort það er of hátt eða lágt.“ Í umræðuþætti RÚV, sem sjónvarpað var frá Grundarfirði fyrir skömmu, lét framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi þessi orð falla í tengslum við réttmæta gagnrýni sína Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Umræðu lyft á hærra plan

Þorsteinn Pálsson skrifar: Umræðu lyft á hærra plan

EyjanFastir pennar
29.05.2025

Á aðalfundi Evrópuhreyfingarinnar í Iðnó fyrr í þessum mánuði sat Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur og fyrrum alþingismaður í pallborði með þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Ragnheiði Elfu Þorsteinsdóttur til þess að ræða stöðu Íslands í Evrópu. Þar lýsti Vilhjálmur því viðhorfi að almenn pólitísk rök væru þyngri á metaskálunum en þröng efnahagsleg sjónarmið þegar að því Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

EyjanFastir pennar
22.05.2025

Hávaðinn í umræðum á Alþingi hefur verið með meira móti eftir stjórnarskiptin. Halda mætti að þjóðfélagið logaði í átökum og götuóeirðum. Í veruleikanum er hins vegar allt með kyrrum kjörum. Hávaðinn á Alþingi endurspeglar með öðrum orðum ekki hljóðið í samfélaginu. Um form og aukaatriði geisar stöðugur úthafsstormur. Þegar kemur að stærri spurningum eins og Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

EyjanFastir pennar
08.05.2025

Markmið Bandaríkjanna er að brjóta upp það skipulag heimsmála, sem þau sjálf byggðu upp eftir seinni heimsstyrjöld. Kína og Rússland hafa lengi stefnt að sama marki. Það þýðir þó ekki að þau vilji fylla upp í tómarúmið með sama hætti. Flest bendir til að Bandaríkin vilji koma á heimskipan þar sem leiðtogar þessara þriggja stóru Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

EyjanFastir pennar
01.05.2025

Ný ríkisstjórn Samfylkingar Viðreisnar og Flokks fólksins hefur setið í rúma fjóra mánuði. Breytingarnar fara ekki fram hjá neinum. Ábyrg tök á ríkisfjármálum eru að vísu ekki með öllu sársaukalaus. En byrðunum er dreift með réttlátari hætti en áður. Ný skref í velferðarmálum hafa verið ákveðin í samræmi við þau þjóðhagslegu markmið sem stefnt er Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

EyjanFastir pennar
24.04.2025

Þegar frækornið datt á unga litla sagði hann: „Himinninn er að hrynja.“ Þegar ný ríkisstjórn tilkynnti að gjald fyrir einkarétt til að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind landsmanna ætti að hækka um tíu milljarða króna hrundi himinninn yfir skrifstofur Samtaka fyrirtækja i sjávarútvegi. Fólkið á skrifstofunni sá sjávarútveginn okkar hverfa, vélsmiðjuna okkar hverfa, heilsugæsluna okkar hverfa, bakarann Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af