fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Eyjan
Föstudaginn 19. apríl 2024 09:00

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi, þrefaldaði fylgi sinn milli kannana Morgunblaðsins og mælist með 12 prósent stuðning samkvæmt könnun sem blaðið birti í byrjun þessarar viku.

Hún virðist vera að koma sem spútnik inn í kosningabaráttuna þegar sex vikur eru til kjördags og segja má að baráttan sé nú rétt að byrja. Baldur Þórhallsson, Katrín Jakobsdóttir og Jón Gnarr hafa verið í sérflokki fram að þessu en samkvæmt könnun Morgunblaðsins bættist Halla Hrund við þann hóp sem nýtur stuðnings en aðrir virðast ekki ætla að ná flugi.

Fram hefur komið að Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, er 43 ára fjölskyldumanneskja sem á eiginmann og tvö börn. Hún er hámenntuð með háskólapróf bæði frá Íslandi og virtum háskólum erlendis. Þá hefur hún starfað á erlendum vettvangi sem er afar mikilvægt fyrir forseta lýðveldisins. Ekki er gott að forsetinn sé heimaalinn og þröngsýnn. Nú sinnir Halla hlutastarfi sem kennari við Harvard háskóla sem er einn virtasti háskóli í heimi.

Hún kemur vel fyrir í viðtölum við fjölmiðla. Hún er glæsileg, aðlaðandi og skelegg eins og forseti þarf að vera. Orðið á götunni er að hún minni á Vigdísi Finnbogadóttur sem heillaði þjóðina í forsetatíð sinni frá 1980 til 1996 – og reyndar æ síðan.

Einn af mikilvægum kostum Höllu Hrundar er að hún hefur ekki tengst stjórnmálum á Íslandi með neinum hætti. Það er útbreidd skoðun meðal kjósenda að mjög óæskilegt sé að forseti eigi sér að baki átakasögu sem stjórnmálamaður enda er borin von að fyrrum stríðsmaður úr stjórnmálunum geti orðið trúverðugt sameiningartákn þjóðarinnar. Þannig frambjóðendum hefur áður verið hafnað í forsetakosningum eins og eftirminnileg dæmi sanna: Gunnar Thoroddsen sem tapaði fyrir Kristjáni Eldjárn í kosningunum 1968, Albert Guðmundsson sem tapaði fyrir Vigdísi Finnbogadóttur í kosningunum 1980 og síðast en ekki síst Davíð Oddsson sem galt afhroð í forsetakosningunum 2016, hlaut einungis 13 prósent atkvæða og lenti í fjórða sæti þegar Guðni Th. Jóhannesson bar sigur úr býtum.

Þessir menn höfðu verið alþingismenn og ráðherrar um árabil. Kjósendur höfnuðu þeim einfaldlega, þótt allir væru þeir frambærilegir og snjallir stjórnmálamenn á sinni tíð. Kjósendur vildu einfaldlega ekki láta senda sér stjórnmálamann sem forseta landsins. Kjósendur höfnuðu því að valdastéttir veldu forseta og sögðu: FÓLKIÐ VELUR FORSETANN. Sú varð raunin.

Ætla má að þessi viðhorf kjósenda séu enn í fullu gildi. Þó að Katrín Jakobsdóttir hafi átt sína góðu spretti sem stjórnmálamaður hlýtur það að teljast ansi bratt að ætlast til þess að þjóðin sætti sig við það að hún standi vígamóð upp úr forsætisráðherrastól afar óvinsællar ríkisstjórnar sem hún hefur stýrt í meira en 6 ár, hlaupi frá borði og skilji auk þess flokk sinn, Vinstri græna, eftir rúinn fylgi og við það að þurrkast út af þingi, ef marka má flestar skoðanakannanir í seinni tíð. Hún virðist ætlast til þess að kjósendur verðlauni hana fyrir þennan viðskilnað með því að velja hana í embætti forseta! Það er til mikils ætlast og ekki hægt annað en kalla það oflæti og valdhroka. Kjósendur hljóta að sjá að það gengur ekki upp og þessi framkoma hennar leiðir glögglega í ljós hve óheppilegt það er að stjórnmálamenn sækist eftir embætti forseta.

Orðið á götunni er að Halla Hrund Logadóttir sé frambjóðandi sem hefur allt til að bera og gæti orðið forseti sem samstaða yrði um meðal landsmanna, raunverulegt sameiningartákn þjóðarinnar. Vonandi er lausnin fundin fyrir okkur kjósendur. Kristján Hreinsson skáld talar um Höllu Hrund sem himnasendingu í þessari vísu:

Leitað hef ég langa stund
og leit mín fólkið flokkar,
ég sé í dag að Halla Hrund
er himnasending okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“